Bylting í íslenskri kornrækt með nýju reitiborði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 20:01 Birkir Arnar Tómasson, kornbóndi á Móheiðarhvoli við nýja reitiborðið, sem lofar mjög góðu en hann ásamt tveimur öðrum bændum keyptu vélina nýlega og fluttu hana inn til landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira