Guðbjörg stefndi á Svíaleikinn áður en börnin reyndust tvö Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 08:31 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á EM 2017. Liðið stefnir á að komast á EM í Englandi sem fram fer 2022. vísir/getty Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. Guðbjörg er reyndar þegar búin að spila tvo leiki með U19-liði Djurgården og segir það hafa gengið vel. „Ég er kannski komin í 75-80% af mínu hæsta getustigi,“ segir Guðbjörg við Fotbollskanalen. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Betur en búist var við. Ég byrjaði á að taka markmannsæfingar og fyrir fjórum vikum fór ég að taka fullan þátt í æfingum með A-liðinu. Maður verður jú að byrja einhvers staðar. Kannski var þetta svolítið snemmt en ég er núna búin að spila tvo leiki með stelpunum í U19 og það hefur gengið vel. Betur en ég bjóst við,“ segir Guðbjörg. View this post on Instagram First win with these two in the stands #comeback A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Sep 6, 2020 at 8:50am PDT Guðbjörg segir óljóst hvenær hún byrji aftur að spila í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hafi rætt við þjálfarann Pierre Fondin fyrir fjórum vikum og sagst þurfa sex vikur áður en að það kæmi til greina. Æfingarnar og U19-leikirnir hafi hins vegar gengið vel og hún sé sífellt að verða betri. Ómögulegt að keppa við fólk sem fær að sofa Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli fyrir viku, í undankeppni EM. Liðin mætast að nýju í Gautaborg eftir mánuð og ekki er útilokað að þá verði Guðbjörg farin að spila fyrir aðallið Djurgården. Liðið leikur fjóra leiki fram að landsleiknum. Guðbjörg segir þó að kannski sé raunhæfara að stefna bara á næsta tímabil. „Ég hef ekki sett mér neitt markmið núna um það hvenær ég sný tilbaka. Þegar ég hélt að við værum að fara að eignast eitt barn þá stefndi ég að því að vera tilbúin fyrir Ísland-Svíþjóð, en það breyttist jú aðeins,“ segir Guðbjörg sem fæddi ekki bara eitt heldur tvö börn, með tilheyrandi aukaálagi utan vallar síðustu mánuði. „Stærsta vandamálið mitt er svefnleysið. Ég hef sagt við aðra að það sé nánast ómögulegt að vera að keppa við fólk sem fær að sofa,“ segir Guðbjörg og hlær. Hún bætir við: „Ef ég hefði eignast eitt barn sem hefði sofið vel þá tel ég að ég væri þegar byrjuð að spila aftur núna. En annar tvíburanna vaknar á hverri nóttu, á hverri klukkustundu. Þetta er því erfitt. Stundum er ég dauðþreytt þegar ég mæti á æfingu og þá spyr maður sig; „Til hvers er ég að þessu?“ Ég hef því ekki fundið rétta jafnvægið til að spila á hæsta stigi ennþá.“ Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. Guðbjörg er reyndar þegar búin að spila tvo leiki með U19-liði Djurgården og segir það hafa gengið vel. „Ég er kannski komin í 75-80% af mínu hæsta getustigi,“ segir Guðbjörg við Fotbollskanalen. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Betur en búist var við. Ég byrjaði á að taka markmannsæfingar og fyrir fjórum vikum fór ég að taka fullan þátt í æfingum með A-liðinu. Maður verður jú að byrja einhvers staðar. Kannski var þetta svolítið snemmt en ég er núna búin að spila tvo leiki með stelpunum í U19 og það hefur gengið vel. Betur en ég bjóst við,“ segir Guðbjörg. View this post on Instagram First win with these two in the stands #comeback A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Sep 6, 2020 at 8:50am PDT Guðbjörg segir óljóst hvenær hún byrji aftur að spila í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hafi rætt við þjálfarann Pierre Fondin fyrir fjórum vikum og sagst þurfa sex vikur áður en að það kæmi til greina. Æfingarnar og U19-leikirnir hafi hins vegar gengið vel og hún sé sífellt að verða betri. Ómögulegt að keppa við fólk sem fær að sofa Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli fyrir viku, í undankeppni EM. Liðin mætast að nýju í Gautaborg eftir mánuð og ekki er útilokað að þá verði Guðbjörg farin að spila fyrir aðallið Djurgården. Liðið leikur fjóra leiki fram að landsleiknum. Guðbjörg segir þó að kannski sé raunhæfara að stefna bara á næsta tímabil. „Ég hef ekki sett mér neitt markmið núna um það hvenær ég sný tilbaka. Þegar ég hélt að við værum að fara að eignast eitt barn þá stefndi ég að því að vera tilbúin fyrir Ísland-Svíþjóð, en það breyttist jú aðeins,“ segir Guðbjörg sem fæddi ekki bara eitt heldur tvö börn, með tilheyrandi aukaálagi utan vallar síðustu mánuði. „Stærsta vandamálið mitt er svefnleysið. Ég hef sagt við aðra að það sé nánast ómögulegt að vera að keppa við fólk sem fær að sofa,“ segir Guðbjörg og hlær. Hún bætir við: „Ef ég hefði eignast eitt barn sem hefði sofið vel þá tel ég að ég væri þegar byrjuð að spila aftur núna. En annar tvíburanna vaknar á hverri nóttu, á hverri klukkustundu. Þetta er því erfitt. Stundum er ég dauðþreytt þegar ég mæti á æfingu og þá spyr maður sig; „Til hvers er ég að þessu?“ Ég hef því ekki fundið rétta jafnvægið til að spila á hæsta stigi ennþá.“
Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30
Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04
Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30