Skora á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna stöðu fanga í faraldrinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 21:17 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Sjá meira