Bein útsending verður hér á Vísi frá pallborðsumræðum um kvikmyndagerð á Íslandi á Bransadögum RIFF í dag frá klukkan 15.30 til 17.
Sóttkví og heimavist hefur einkennt líf fólks um allan heim þetta ár og VOD-ið notið gífurlegra vinsælda. Kvikmyndaframleiðsla hefur dregist saman og jafnvel stöðvast alveg víða um heim, nema á Íslandi!
Er Ísland fyrirmynd annarra þegar kemur að kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu í heimsfaraldri?
Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinsson, framkvæmdastjóri True North og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios ræða málin. Bergur Ebbi stjórnar umræðunum.