„Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 20:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnina í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa í sinni ræðu réttlætt það að ríkisstjórnin hafi tekið lítil skref í stað stórra skrefa í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Hún segir „varnarræðuna“ hvorki hafa veitt þjóðinni leiðsögn né von um hvernig við færum út úr erfiðleikunum sem faraldrinum fylgdu. Hvernig taka ætti utan um fólkið, félagslega, efnahagslega og andlega. Hvernig halda ætti lífinu í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum og verja störfin. „Ræðan sendi ekki skilaboð til Suðurnesjanna þar sem atvinnuleysi er nú um 20 prósent, til unga fólksins sem á erfiðara en áður að fá vinnu, til listamanna sem fótum hefur verið kippt undan eða einyrkja,“ sagði Þorgerður. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Segir tillögu um auðlindaákvæði auka líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra Hún sagði allt samræmi vanta á milli sóttvarnaráðstafana og efnahagsráðstafana. Verði stóru skrefin ekki tekin strax sé ríkisstjórnin að „bjóða þjóðinni upp á langvarandi kreppu.“ „Þótt ríkisstjórnin telji það lögmál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þá þarf það ekki að vera svo,“ sagði Þorgerður. „Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp.“ Þá fjallaði Þorgerður, líkt og fleiri, um stjórnarskrána og sagði hún stjórnarflokkana og Miðflokkinn hafa lofað útgerðinni að koma ákvæði án tímabindingar veiðiréttar í gegn. „Tillagan sem nú liggur fyrir er merkingarlaus. Breytir engu. Hún tryggir ekki þjóðareignina. Ef eitthvað er eykur hún líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra. Við því verður að spyrna,“ sagði Þorgerður. Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa í sinni ræðu réttlætt það að ríkisstjórnin hafi tekið lítil skref í stað stórra skrefa í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Hún segir „varnarræðuna“ hvorki hafa veitt þjóðinni leiðsögn né von um hvernig við færum út úr erfiðleikunum sem faraldrinum fylgdu. Hvernig taka ætti utan um fólkið, félagslega, efnahagslega og andlega. Hvernig halda ætti lífinu í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum og verja störfin. „Ræðan sendi ekki skilaboð til Suðurnesjanna þar sem atvinnuleysi er nú um 20 prósent, til unga fólksins sem á erfiðara en áður að fá vinnu, til listamanna sem fótum hefur verið kippt undan eða einyrkja,“ sagði Þorgerður. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Segir tillögu um auðlindaákvæði auka líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra Hún sagði allt samræmi vanta á milli sóttvarnaráðstafana og efnahagsráðstafana. Verði stóru skrefin ekki tekin strax sé ríkisstjórnin að „bjóða þjóðinni upp á langvarandi kreppu.“ „Þótt ríkisstjórnin telji það lögmál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þá þarf það ekki að vera svo,“ sagði Þorgerður. „Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp.“ Þá fjallaði Þorgerður, líkt og fleiri, um stjórnarskrána og sagði hún stjórnarflokkana og Miðflokkinn hafa lofað útgerðinni að koma ákvæði án tímabindingar veiðiréttar í gegn. „Tillagan sem nú liggur fyrir er merkingarlaus. Breytir engu. Hún tryggir ekki þjóðareignina. Ef eitthvað er eykur hún líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra. Við því verður að spyrna,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51