Munu leggja til bann við sölu á orkudrykkjum til barna og unglinga Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2020 08:24 Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu Getty Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“ Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“
Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira