Eflum þjónustu og stuðning við börn sem sætt hafa ofbeldi Ásmundur Einar Daðason skrifar 9. október 2020 10:00 Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Þó að Covid-19 veiran virðist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá stöndum við engu að síður fyrir framan miklum áskorunum af völdum faraldursins á öryggi og velferð barna. Daglegt líf fjölskyldna hefur breyst mikið á undanförnum mánuðum og sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna. Í gær undirrituðum við dómsmálaráðherra styrk til Barnahúss, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega. Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda sem settur var saman til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er afurð vinnu aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí af okkur dómsmálaráðherra. Styrkurinn gerir Barnahúsi kleift að fjölga ráðgjöfum og þannig stytta biðlista, en um fimm mánaða biðlisti er sem stendur eftir þjónustu Barnahúss. Fyrsta greiðsla vegna styrksins var veitt í sumar og hefur nýr ráðgjafi þegar hafið störf. Ásókn í þjónustu Barnahúss hefur aukist undanfarna mánuði, auk þess sem þjónustan hefur verið útvíkkuð til að sinna einnig börnum sem sætt hafa líkamlegu ofbeldi. Þá mun styrkurinn nýtast til að tryggja betur aðgengi að þjónustu óháð staðsetningu skjólstæðinga og starfsmanna, en Covid-19 faraldurinn hefur sýnt fram á nauðsyn þess. Ofbeldi gegn börnum hefur alltaf alvarlegar afleiðingar og það krefst þess að við tryggjum hraða málsmeðferð og fullnægjandi stuðning við þau börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi og fjölskyldur þeirra. Með því að styrkja við starfsemi Barnahúss eflum við þjónustu og stuðning við þau börn sem sætt hafa ofbeldi, ásamt því að stytta biðina eftir hjálp sem er gríðarlega mikilvægt. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Réttindi barna Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Þó að Covid-19 veiran virðist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá stöndum við engu að síður fyrir framan miklum áskorunum af völdum faraldursins á öryggi og velferð barna. Daglegt líf fjölskyldna hefur breyst mikið á undanförnum mánuðum og sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna. Í gær undirrituðum við dómsmálaráðherra styrk til Barnahúss, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega. Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda sem settur var saman til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er afurð vinnu aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí af okkur dómsmálaráðherra. Styrkurinn gerir Barnahúsi kleift að fjölga ráðgjöfum og þannig stytta biðlista, en um fimm mánaða biðlisti er sem stendur eftir þjónustu Barnahúss. Fyrsta greiðsla vegna styrksins var veitt í sumar og hefur nýr ráðgjafi þegar hafið störf. Ásókn í þjónustu Barnahúss hefur aukist undanfarna mánuði, auk þess sem þjónustan hefur verið útvíkkuð til að sinna einnig börnum sem sætt hafa líkamlegu ofbeldi. Þá mun styrkurinn nýtast til að tryggja betur aðgengi að þjónustu óháð staðsetningu skjólstæðinga og starfsmanna, en Covid-19 faraldurinn hefur sýnt fram á nauðsyn þess. Ofbeldi gegn börnum hefur alltaf alvarlegar afleiðingar og það krefst þess að við tryggjum hraða málsmeðferð og fullnægjandi stuðning við þau börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi og fjölskyldur þeirra. Með því að styrkja við starfsemi Barnahúss eflum við þjónustu og stuðning við þau börn sem sætt hafa ofbeldi, ásamt því að stytta biðina eftir hjálp sem er gríðarlega mikilvægt. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar