10 aðgerðir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. október 2020 13:02 Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ágúst Ólafur Ágústsson Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun