Lakers einum sigri frá fyrsta titlinum í áratug | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 23:16 Rajon Rond og LeBron James eru tveir af reynslumeiri leikmönnum NBA-deildarinnar. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan er 3-1 fyrir Lakers og sigur þýðir að félagið er meistari í fyrsta skipti í heilan áratug. Styttra er síðan Miami Heat varð meistari en liðið varð meistari árin 2012 og 2013. Maðurinn á bakvið þá titla – LeBron James – er nú aðalmaðurinn hjá Lakers og ekki er hægt að sjá á þessum magnaða leikmanni að hann sé á sínu 17. ári í deildinni. Pau Gasol, fyrrum miðherji Lakers, var ásamt Kobe Bryant heitnum aðalmaðurinn bakvið síðasta titil Lakers sem kom árið 2010. Unforgettable moments... #NBAFinals @Lakers #Family pic.twitter.com/E5a9j57Mah— Pau Gasol (@paugasol) October 9, 2020 Bæði Lakers og Heat eru verðskuldað í úrslitum. Eftir að hafa sópað Indiana Pacers þá lögðu Heat bæði Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Maimi fór létt með Bucks – sem voru með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni. Fór það svo að Jimmy Butler og félagar unnu seríuna 4-1. Celtics reyndust aðeins erfiðari en Miami vann þá seríu 4-2. Lakers hefur hingað til aðeins átt einn slakan leik í hverri seríu. Eftir óvænt tap gegn Portland Trail Blazers í fyrsta leik þá unnu þeir næstu fjóra. Það sama var upp á teningnum gegn James Harden og félögum í Houston Rockets. Denver Nuggets komu svo öllum á óvart og lögðu Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Því voru það Nuggets og Lakers sem mættust í úrslitum frekar en liðin frá Englaborginni. Lakers vann þá seríu einnig 4-1 og eiga möguleika á að gera slíkt hið sama í nótt. Lakers hefur gefið það út að það muni spila í svörtu treyjunum sínum sem eru til heiðurs Kobe. Tonight we take the black pic.twitter.com/epu04j4tLv— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 9, 2020 Jimmy Butler hefur dregið vagninn fyrir Miami undanfarið og var til að mynda stórkostlegur í eina sigurleik Miami til þessa. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar bæði Bam Adebayo og Goran Dragić meiddust en þeir misstu af sigurleik Miami. Adebayo var með í síðasta leik og Dragić snýr vonandi aftur í nótt. Þessir þrír þurfa allir að eiga frábæran leik ef þeir ætla sér að stöðva LeBron, Anthony Davis og félaga í Lakers. LeBron er með að meðaltali 26.9 stig, 8.8 stoðsendingar og 10.5 fráköst á meðan Davis er með 28.1 stig og 9.3 fráköst að meðaltali. Þá hafa aðrir leikmenn Lakers einnig stigið upp þegar á þarf en Kentavious Caldwell-Pope skoraði til að mynda 15 stig í síðasta leik liðanna. Rajon Rondo steig svo upp í öðrum leik einvígisins og gerði 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Game 5 Trailer (Golden Hoops/YT) pic.twitter.com/bHMW3PBW95— Lakers Empire (@LakersEmpire) October 9, 2020 Hinum megin hefur allt snúist um Jimmy Butler sem er í fyrsta skipti kominn í úrslitarimmu deildarinnar. Hann er með 27.6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7.8 fráköst. Reikna má með hörkuleik í nótt. Það verður að viðurkennast að það virðist sem LeBron James muni vinna sinn fjórða NBA-titil á ferlinum í nótt en ef einhver getur komið í veg fyrir það – þó ekki nema tímabundið – þá er það Jimmy Butler. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30 LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31 LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02 Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31 Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29 Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan er 3-1 fyrir Lakers og sigur þýðir að félagið er meistari í fyrsta skipti í heilan áratug. Styttra er síðan Miami Heat varð meistari en liðið varð meistari árin 2012 og 2013. Maðurinn á bakvið þá titla – LeBron James – er nú aðalmaðurinn hjá Lakers og ekki er hægt að sjá á þessum magnaða leikmanni að hann sé á sínu 17. ári í deildinni. Pau Gasol, fyrrum miðherji Lakers, var ásamt Kobe Bryant heitnum aðalmaðurinn bakvið síðasta titil Lakers sem kom árið 2010. Unforgettable moments... #NBAFinals @Lakers #Family pic.twitter.com/E5a9j57Mah— Pau Gasol (@paugasol) October 9, 2020 Bæði Lakers og Heat eru verðskuldað í úrslitum. Eftir að hafa sópað Indiana Pacers þá lögðu Heat bæði Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Maimi fór létt með Bucks – sem voru með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni. Fór það svo að Jimmy Butler og félagar unnu seríuna 4-1. Celtics reyndust aðeins erfiðari en Miami vann þá seríu 4-2. Lakers hefur hingað til aðeins átt einn slakan leik í hverri seríu. Eftir óvænt tap gegn Portland Trail Blazers í fyrsta leik þá unnu þeir næstu fjóra. Það sama var upp á teningnum gegn James Harden og félögum í Houston Rockets. Denver Nuggets komu svo öllum á óvart og lögðu Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Því voru það Nuggets og Lakers sem mættust í úrslitum frekar en liðin frá Englaborginni. Lakers vann þá seríu einnig 4-1 og eiga möguleika á að gera slíkt hið sama í nótt. Lakers hefur gefið það út að það muni spila í svörtu treyjunum sínum sem eru til heiðurs Kobe. Tonight we take the black pic.twitter.com/epu04j4tLv— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 9, 2020 Jimmy Butler hefur dregið vagninn fyrir Miami undanfarið og var til að mynda stórkostlegur í eina sigurleik Miami til þessa. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar bæði Bam Adebayo og Goran Dragić meiddust en þeir misstu af sigurleik Miami. Adebayo var með í síðasta leik og Dragić snýr vonandi aftur í nótt. Þessir þrír þurfa allir að eiga frábæran leik ef þeir ætla sér að stöðva LeBron, Anthony Davis og félaga í Lakers. LeBron er með að meðaltali 26.9 stig, 8.8 stoðsendingar og 10.5 fráköst á meðan Davis er með 28.1 stig og 9.3 fráköst að meðaltali. Þá hafa aðrir leikmenn Lakers einnig stigið upp þegar á þarf en Kentavious Caldwell-Pope skoraði til að mynda 15 stig í síðasta leik liðanna. Rajon Rondo steig svo upp í öðrum leik einvígisins og gerði 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Game 5 Trailer (Golden Hoops/YT) pic.twitter.com/bHMW3PBW95— Lakers Empire (@LakersEmpire) October 9, 2020 Hinum megin hefur allt snúist um Jimmy Butler sem er í fyrsta skipti kominn í úrslitarimmu deildarinnar. Hann er með 27.6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7.8 fráköst. Reikna má með hörkuleik í nótt. Það verður að viðurkennast að það virðist sem LeBron James muni vinna sinn fjórða NBA-titil á ferlinum í nótt en ef einhver getur komið í veg fyrir það – þó ekki nema tímabundið – þá er það Jimmy Butler.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30 LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31 LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02 Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31 Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29 Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30
LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31
LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02
Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31
Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29
Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30