Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 12:30 Ísland - Danmörk Þjóðardeildin Laugardalsvöllur ksí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. Ísland hefur frá stofnun Þjóðadeildarinnar leikið í efstu deild, A-deild. Það er vegna þess hve góðum árangri liðið hafði náð síðustu árin fram að því að keppninni var hleypt af stokkunum haustið 2018. Í slagnum við sum af allra bestu liðum heims hefur uppskeran í Þjóðadeildinni verið rýr, núll stig í sjö leikjum. Ísland virtist fallið úr A-deild eftir fyrstu keppnina í Þjóðadeildinni, eftir töpin gegn Sviss og Belgíu, en UEFA ákvað að stækka A-deildina úr 12 liðum í 16 lið og því hélt Ísland sæti sínu. Í keppninni í ár hefur Ísland tapað fyrri þremur leikjum sínum af sex. Ef Ísland tapar gegn Belgíu á miðvikudag, og Danmörk vinnur England, er ljóst að Ísland endar neðst í 2. riðli og fellur (nema auðvitað að A-deild verði enn stækkuð, sem er afskaplega ólíklegt). Danmörk er með 4 stig og það virðist helst von til þess að Ísland geti haldið sæti sínu í keppninni á kostnað Dana, þó það sé orðið mjög ólíklegt eftir 3-0 tapið gegn þeim í gær. Keppnin í ár hjálpar Íslandi ekki á HM Það er svo ekki með öllu ljóst hvaða máli það skiptir að vera í B-deild í stað A-deildar í næstu Þjóðadeild, sem fram fer frá júní til september 2022 vegna þess að HM er undir lok þess árs. Ísland fengi vissulega viðráðanlegri andstæðinga í B-deild, sem einhverjir gætu talið kost. Ísland gæti hins vegar ekki orðið Þjóðadeildarmeistari, það geta aðeins lið í A-deild. Stór kostur við að vera í A-deild í síðustu Þjóðadeild er að það tryggði Íslandi sæti í EM-umspilinu sem nú er í gangi. Hins vegar er óvíst að sama fyrirkomulag verði varðandi undankeppni EM 2024. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði Íslands á gullaldarárum liðsins. Með sigri á Ungverjalandi 12. nóvember gæti Aron leitt Ísland á þriðja stórmótið í röð.vísir/vilhelm Það er ljóst að betra hefði verið fyrir Ísland að vera í B-deild Þjóðadeildar í ár, upp á að komast á HM 2022. Í gegnum Þjóðadeildina núna fást nefnilega tvö sæti í HM-umspili, fyrir tvö lið sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni (en komast ekki á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina á næsta ári). Hver sigur telur á heimslista Fleira en vera í A-deild er í húfi í þeim þremur leikjum sem eftir eru í Þjóðadeildinni hjá Íslandi. Hver leikur skiptir máli upp á röðun á heimslista FIFA. Staðan þar í nóvember ræður því í hvaða styrkleikaflokki Ísland verður þegar dregið verður í undankeppni HM 2022. Ísland er, eftir sigurinn gegn Rúmeníu og tapið gegn Danmörku, í 23. sæti af Evrópuþjóðum á heimslista FIFA. Ísland þarf því aðeins að fara upp um þrjú sæti til að komast í 2. styrkleikaflokk og losna þar með við sterkan mótherja í undankeppni HM á næsta ári. Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34 Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40 Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12 Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14 Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24 Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. Ísland hefur frá stofnun Þjóðadeildarinnar leikið í efstu deild, A-deild. Það er vegna þess hve góðum árangri liðið hafði náð síðustu árin fram að því að keppninni var hleypt af stokkunum haustið 2018. Í slagnum við sum af allra bestu liðum heims hefur uppskeran í Þjóðadeildinni verið rýr, núll stig í sjö leikjum. Ísland virtist fallið úr A-deild eftir fyrstu keppnina í Þjóðadeildinni, eftir töpin gegn Sviss og Belgíu, en UEFA ákvað að stækka A-deildina úr 12 liðum í 16 lið og því hélt Ísland sæti sínu. Í keppninni í ár hefur Ísland tapað fyrri þremur leikjum sínum af sex. Ef Ísland tapar gegn Belgíu á miðvikudag, og Danmörk vinnur England, er ljóst að Ísland endar neðst í 2. riðli og fellur (nema auðvitað að A-deild verði enn stækkuð, sem er afskaplega ólíklegt). Danmörk er með 4 stig og það virðist helst von til þess að Ísland geti haldið sæti sínu í keppninni á kostnað Dana, þó það sé orðið mjög ólíklegt eftir 3-0 tapið gegn þeim í gær. Keppnin í ár hjálpar Íslandi ekki á HM Það er svo ekki með öllu ljóst hvaða máli það skiptir að vera í B-deild í stað A-deildar í næstu Þjóðadeild, sem fram fer frá júní til september 2022 vegna þess að HM er undir lok þess árs. Ísland fengi vissulega viðráðanlegri andstæðinga í B-deild, sem einhverjir gætu talið kost. Ísland gæti hins vegar ekki orðið Þjóðadeildarmeistari, það geta aðeins lið í A-deild. Stór kostur við að vera í A-deild í síðustu Þjóðadeild er að það tryggði Íslandi sæti í EM-umspilinu sem nú er í gangi. Hins vegar er óvíst að sama fyrirkomulag verði varðandi undankeppni EM 2024. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði Íslands á gullaldarárum liðsins. Með sigri á Ungverjalandi 12. nóvember gæti Aron leitt Ísland á þriðja stórmótið í röð.vísir/vilhelm Það er ljóst að betra hefði verið fyrir Ísland að vera í B-deild Þjóðadeildar í ár, upp á að komast á HM 2022. Í gegnum Þjóðadeildina núna fást nefnilega tvö sæti í HM-umspili, fyrir tvö lið sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni (en komast ekki á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina á næsta ári). Hver sigur telur á heimslista Fleira en vera í A-deild er í húfi í þeim þremur leikjum sem eftir eru í Þjóðadeildinni hjá Íslandi. Hver leikur skiptir máli upp á röðun á heimslista FIFA. Staðan þar í nóvember ræður því í hvaða styrkleikaflokki Ísland verður þegar dregið verður í undankeppni HM 2022. Ísland er, eftir sigurinn gegn Rúmeníu og tapið gegn Danmörku, í 23. sæti af Evrópuþjóðum á heimslista FIFA. Ísland þarf því aðeins að fara upp um þrjú sæti til að komast í 2. styrkleikaflokk og losna þar með við sterkan mótherja í undankeppni HM á næsta ári.
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34 Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40 Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12 Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14 Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24 Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34
Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40
Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12
Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14
Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24
Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36