Segja próf gefa jákvæða niðurstöðu þó einstaklingur sé ekki smitandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 23:31 Prófað fyrir kórónuveirunni í Miami í Bandaríkjunum. Joe Raedle/Getty Heilbrigðissérfræðingar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stöðluð kórónuveirupróf séu of næm og sýni þess vegna of oft jákvæða niðurstöðu fyrir veirunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Það kann að orka tvímælis að segja að próf sem ætlað er að skima fyrir mögulega banvænum sjúkdómi sé „of gott.“ Það sem faraldursfræðingar eiga þó við með því er að mögulegt er að prófin veiti jákvæða niðurstöðu úr skimun á fólki sem er með tiltölulega lítið veirumagn. Einstaklingar með lítið magn veirunnar í sér séu ólíklegir til þess að smita aðra, og greining á þeim geti skapað „flöskuháls“ sem tefji fyrir smitrakningu og geri þannig erfiðara að finna smitandi einstaklinga sem eru með meira magn veirunnar í sér. Þetta bendi til þess að þörf sé á hraðvirkari prófum, sem kunni að vera minna næm fyrir litlu magni af veirunni. Magnið mergurinn málsins Prófin sem nú eru notuð í Bandaríkjunum veita einfaldlega upplýsingar um hvort einstaklingur er með veiruna í sér eða ekki, líkt og um nei eða já spurningu sé að ræða. Vísindamenn hafa hins vegar kallað eftir því að tekin verði í notkun próf sem gefi með niðurstöðum grófa mynd af magni veirunnar í hverjum einstaklingi sem skimaður er. Einn þeirra er Dr. Michael Mina, faraldursfræðingur við Harvard T.H School of Public Health í Bandaríkjunum. Hann telur að prófa þurfi sem flesta með slíkum prófum, einnig einkennalaust fólk. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti á fimmtudag að hún hefði fest kaup á 150 milljón slíkum prófum. „Við erum búin að vera að nota eina gerð tölfræði fyrir allt, plús eða mínus. Það er allt og sumt. Við notum það í klínískum greiningum, í umræðu um lýðheilsu og við pólitíska ákvarðanatöku,“ hefur NYT eftir Mina. Hann segir hins vegar að þessi nálgun, já eða nei, sé ekki vænleg til árangurs. Það sé veirumagn sem ætti að hafa eitthvað að segja um hvaða skref verði tekin með Covid-sjúklingum í kjölfar greiningar. „Að mínu viti er afar óábyrgt að hundsa þá staðreynd að þetta snýst um magn.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Heilbrigðissérfræðingar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stöðluð kórónuveirupróf séu of næm og sýni þess vegna of oft jákvæða niðurstöðu fyrir veirunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Það kann að orka tvímælis að segja að próf sem ætlað er að skima fyrir mögulega banvænum sjúkdómi sé „of gott.“ Það sem faraldursfræðingar eiga þó við með því er að mögulegt er að prófin veiti jákvæða niðurstöðu úr skimun á fólki sem er með tiltölulega lítið veirumagn. Einstaklingar með lítið magn veirunnar í sér séu ólíklegir til þess að smita aðra, og greining á þeim geti skapað „flöskuháls“ sem tefji fyrir smitrakningu og geri þannig erfiðara að finna smitandi einstaklinga sem eru með meira magn veirunnar í sér. Þetta bendi til þess að þörf sé á hraðvirkari prófum, sem kunni að vera minna næm fyrir litlu magni af veirunni. Magnið mergurinn málsins Prófin sem nú eru notuð í Bandaríkjunum veita einfaldlega upplýsingar um hvort einstaklingur er með veiruna í sér eða ekki, líkt og um nei eða já spurningu sé að ræða. Vísindamenn hafa hins vegar kallað eftir því að tekin verði í notkun próf sem gefi með niðurstöðum grófa mynd af magni veirunnar í hverjum einstaklingi sem skimaður er. Einn þeirra er Dr. Michael Mina, faraldursfræðingur við Harvard T.H School of Public Health í Bandaríkjunum. Hann telur að prófa þurfi sem flesta með slíkum prófum, einnig einkennalaust fólk. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti á fimmtudag að hún hefði fest kaup á 150 milljón slíkum prófum. „Við erum búin að vera að nota eina gerð tölfræði fyrir allt, plús eða mínus. Það er allt og sumt. Við notum það í klínískum greiningum, í umræðu um lýðheilsu og við pólitíska ákvarðanatöku,“ hefur NYT eftir Mina. Hann segir hins vegar að þessi nálgun, já eða nei, sé ekki vænleg til árangurs. Það sé veirumagn sem ætti að hafa eitthvað að segja um hvaða skref verði tekin með Covid-sjúklingum í kjölfar greiningar. „Að mínu viti er afar óábyrgt að hundsa þá staðreynd að þetta snýst um magn.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira