Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 20:50 Donald Trump fundaði á dögunum með manni sem nú hefur greinst með kórónuveiru. Getty/Tasos Katopodis Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í þýska dagblaðið Die Welt. Þar segir að þýsk stjórnvöld berjist nú gegn yfirtöku Bandaríkjamanna á fyrirtækinu sem beri nafnið CureVac. Þýska blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Trump vilji nú leggja allt í sölurnar til þess að tryggja bandarískum stjórnvöldum aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ef marka má heimildarmann Die Welt vill Trump að bóluefnið verði einungis notað heima fyrir og hyggst hann ekki veita öðrum ríkjum aðgang að því. Þýsk stjórnvöld eru sögð hafa brugðist við fregnunum með því að bjóða fyrirtækinu ónefndan fjárhagslegan hvata og reyna með því að koma í veg fyrir að það færi rannsóknar- og þróunarvinnu sína til Bandaríkjanna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að yfirtaka Bandaríkjastjórnar á CureVac komi ekki til greina. Fyrirtækið myndi einungis þróa bóluefni fyrir alla heimbyggðina en ekki einstaka ríki. Í yfirlýsingu frá talsmanni ráðuneytisins kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á þeim bóluefnum sem séu nú í þróun í Þýskalandi og Evrópu. Þau hafi í ljósi þessa verið í öflugum samskiptum við fyrirtækið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í þýska dagblaðið Die Welt. Þar segir að þýsk stjórnvöld berjist nú gegn yfirtöku Bandaríkjamanna á fyrirtækinu sem beri nafnið CureVac. Þýska blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Trump vilji nú leggja allt í sölurnar til þess að tryggja bandarískum stjórnvöldum aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ef marka má heimildarmann Die Welt vill Trump að bóluefnið verði einungis notað heima fyrir og hyggst hann ekki veita öðrum ríkjum aðgang að því. Þýsk stjórnvöld eru sögð hafa brugðist við fregnunum með því að bjóða fyrirtækinu ónefndan fjárhagslegan hvata og reyna með því að koma í veg fyrir að það færi rannsóknar- og þróunarvinnu sína til Bandaríkjanna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að yfirtaka Bandaríkjastjórnar á CureVac komi ekki til greina. Fyrirtækið myndi einungis þróa bóluefni fyrir alla heimbyggðina en ekki einstaka ríki. Í yfirlýsingu frá talsmanni ráðuneytisins kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á þeim bóluefnum sem séu nú í þróun í Þýskalandi og Evrópu. Þau hafi í ljósi þessa verið í öflugum samskiptum við fyrirtækið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15
Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25