Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management hefur losað sig við alla hluti sína í Icelandair, en sjóðurinn var á tímabili stærsti hluthafinn í fyrirtækinu þegar hann keypti upp nærri sex milljarða hlutafjáraukningu í félaginu í apríl í fyrra. Þetta herma heimildir áskriftarvefsins Túrista sem greinir frá málinu í morgun.
Heimildir síðunnar herma einnig að það hafi verið hópur innlendra fjárfesta sem keypti hlut PAR Capital og að um hafi verið að ræða um 450 milljón hluti sem seldir hafi verið á genginu 0,87. Það er nokkuð undir útboðsgengi félagsins í hlutafjáraukningunni sem farið var í á dögunum. Heimildir fréttastofu herma að heildarkaupverð bréfanna hafi numið rúmlega 440 milljónum króna.

Þegar mest lét átti PAR Capital Management 13,5 prósent í Icelandair en frá því í vor hafði sjóðurinn selt bréf sín í smáskömmtun. Þá tók sjóðurinn ekki þátt í hlutafjáraukningunni í síðasta mánuði.