Skipstjóri og útgerðarfélag sýknuð af ákæru um brottkast á grásleppuveiðum Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 13:33 Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Getty Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Ákæruvaldið byggði ákæru á myndum úr eftirlitsmyndavél flugvélar Landhelgisgæslunnar, en dóminum þótti ekki sannað að um nytjafisk hafi verið að ræða sem kastað var fyrir borð. Dómur héraðsdóms féll í september en var fyrst birtur á heimasíðu dómstólsins í dag. Í ákæru kom fram að skipstjórinn hafi gerst brotlegur við lög um umgengni við nytjastofna sjávar með því að hafa losað úr neti og hent aftur í sjóinn átta fiskum af ótilgreindum tegundum nytjafiska. Hafi þetta átt sér stað við veiðar í apríl á síðasta ári. Byggði á myndbandsupptöku Landhelgisgæslan hafði sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kæru þar sem kom fram að fylgst hafi verið með bátnum í gegnum eftirlitsmyndavél flugvélarinnar og þá komið í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Með kærunni fylgdi myndbandsupptaka sem kæran byggði á. Við skýrslutöku hafði skipstjórinn neitað að hafa hent nýtilegum fiski í sjóinn og að það væri hagstæðast fyrir hann að koma með allan þorsk að landi og landa honum. Hann sagðist þó henda, tindabikkjukrossfiskum, ígulkerjum, þara og þess háttar aftur í sjóinn. Lúðu kvað hann skylt að sleppa og sagði hann óvenju mikið hafi verið af henni á þessum tíma. Ómögulegt að fullyrða um tegund fiskanna Í niðurstöðu dómsins segir að umrætt myndband úr flugvél Landhelgisgæslunnar hafi verið tekið í töluverðri hæð sem skýri það að það sé ekki skýrara en raun ber vitni. Dómurinn fellst á orð ákæruvaldsins að í flest skiptanna sé um fisk að ræða. Hins vegar sé það, eftir ítrekaða skoðun á myndbandinu, ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hverrar tegundar fiskarnir eru þó „einhverjir þeirra séu að öllum líkindum bolfiskar“. Ennfremur segir að ákærði hafi ítrekað neitað sök í málinu. „Þar sem ógerningur er að greina hverrar tegundar fiskurinn var sem varpað var í sjóinn er ekki útilokað að það hafi verið fiskur sem samkvæmt 2. mgr. reglugerðar nr. 468/2013 var refsilaust að varpa í sjóinn,“ segir í dómnum. Því sé skipstjórinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og því beri um leið að sýkna útgerðarfélagið. Allir sakarkostnaður og málsvarnarlaun verjanda skuli greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira