Ný mönnunarstefna óskast! Sandra B. Franks skrifar 19. október 2020 12:01 Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun