Fasteignaviðskipti framkvæmdastjóra við eigið félag kostuðu hann 7,5 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 14:06 Ríkisskattstjóri sagði að gera þyrfti ríkar kröfu um eðlilega verðlagningu í viðskiptum á milli fjárhagslega tengdra aðila. Getty Framkvæmdastjóri og eigandi alls hlutafjár í ótilgreindu eignarhaldsfélagi þarf að greiða 7,5 milljónir til ríkissjóðs eftir að hann keypti fasteign af félaginu. Ríkisskattstjóri taldi kaupverðið hafa verið óeðlilega lágt og færði framkvæmdastjóranum mismun söluverðs fasteignarinnar annars vegar og matsverðs hins vegar til skattskyldra tekna sem duldar arðgreiðslur. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar sem tók málið fyrir eftir að framkvæmdastjórinn kærði ákvörðun ríkisskattstjóra. Alls færði ríkisskattstjóri fimmtán milljónir til skattskyldra tekna á skattframtali framkvæmdastjórans fyrir árið 2018 vegna viðskiptanna með fasteignina. Þessu vildi framkvæmdastjórinn ekki una og fór hann fram á það að ákvörðunin yrði felld niður, en til vara lækkuð um 7,5 milljónir. Annað eignarhaldsfélag mannsins keypti eignina upphaflega Málavextir voru þeir að í maí 2013 keypti annað eignarhaldsfélag í eigu mannsins einbýlishús á 77 milljónir króna. Á næstu árum réðst eignarhaldsfélagið í endurbætur á húsnæðinu og var það meðal annars stækkað um 36 fermetra. Alls var kostnaður upp á 116 milljónir króna eignfærður í skattskilum félagsins fyrir árin 2013 og 2014 vegna framkvæmda. Árið 2015 var umræddu félagi skipt upp í tvö félög og eignaðist þá annað eignarhaldsfélag í eigu mannsins umrædda fasteign. Árið 2017 keypti maðurinn fasteignina af eignarhaldsfélaginu á 140 milljónir. Vegna þeirra viðskipta var gerð grein fyrir sölutapi að fjárhæð 39 milljónum í skattframtali eignarhaldsfélagsins árið 2018. Samkvæmt gögnum málsins hefur kærandi og fjölskylda hans haft lögheimili í húsinu frá árinu 2014, að því er fram kemur í úrskurði Yfirskattanefndar. Taldi kaupverðið óeðlilega lágt Ríkisskattstjóri óskaði eftir skýringum á söluverðinu og fékk þær útskýringar að söluverð eignarinnar hafi verið byggt á verðmati fasteignasala sem hefði metið mögulegt markaðsvirði eignarinnar á bilinu 140 til 155 milljónir króna. Ríkisskattstjóri taldi hins vegar að eðlilegt væri að miða við efstu mörk verðmatsins, en ekki þau neðstu, líkt og gert hafði verið við viðskiptin. Leit embættið því svo á kaupverðið hafi verið óeðlilega lágt, gera yrði ríkar kröfu til eðlilegrar verðlagningar í viðskiptum á milli fjárhagslega tengdra aðila. Niðurstaða embættisins var því að hækka tekjuskatts- og útsvarsstofns mannins um fimmtán milljónir, eða því sem nam mismuni á milli efsta og neðsta bil verðmats fasteignarinnar, auk þess sem 25 prósent álag var bætt við, 3,75 milljónum króna. Hafi í raun setið beggja vegna borðs við kaup og sölu Til stuðnings álagsbeitingu tók ríkisskattstjóri fram að kæranda, sem daglegum stjórnanda og eina eiganda umrædds einkahlutafélags, hefði hlotið að vera ljóst, með hliðsjón af þeim fjármunum sem félag hans hefði lagt út í tengslum við kaup og endurbætur á fasteigninni, að ekki væri eðlilegt að miða kaupverð hans á fasteigninni við lægsta mark fyrirliggjandi verðmats. Yrði að telja verðlagninguna ámælisverða í ljósi tengsla kæranda við félagið, grandsemi hans um fjárútlát félagsins og þess að kærandi hefði í raun setið beggja vegna borðs við kaup og sölu fasteignarinnar. Málið frekar til marks um að einkaþarfir mannsins hafi legið að baki Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að taka verði „undir það með ríkisskattstjóra að atvik málsins þykja frekast vera til marks um það að einkaþarfir kæranda hafi legið að baki umræddum fasteignakaupum X ehf. og verður að telja að hið sama hafi átt a.m.k. verulegan þátt í þeim endurbótum á eigninni sem í var ráðist í framhaldinu,“ líkt og segir í úrskurðinum. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að miða ætta virði fasteignarinnar við miðbil það verðmats sem gert var, eða 147,5 milljónir króna. Hafnaði því nefndin aðalkröfu mannsins en féllst á varakröfuna, það að lækka tekjuviðbótina um helming, niður í 7,5 milljónir króna. Þá þótti nefndinni ekki hafa verið sýnt fram á að fella ætti niður hið 25 prósenta álag sem lagt var á. Þarf maðurinn því að greiða 7,5 milljónir króna vegna vantaldra tekna, auk 25 prósenta álags, rétt tæpar tvær milljónir króna. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Skattar og tollar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Framkvæmdastjóri og eigandi alls hlutafjár í ótilgreindu eignarhaldsfélagi þarf að greiða 7,5 milljónir til ríkissjóðs eftir að hann keypti fasteign af félaginu. Ríkisskattstjóri taldi kaupverðið hafa verið óeðlilega lágt og færði framkvæmdastjóranum mismun söluverðs fasteignarinnar annars vegar og matsverðs hins vegar til skattskyldra tekna sem duldar arðgreiðslur. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar sem tók málið fyrir eftir að framkvæmdastjórinn kærði ákvörðun ríkisskattstjóra. Alls færði ríkisskattstjóri fimmtán milljónir til skattskyldra tekna á skattframtali framkvæmdastjórans fyrir árið 2018 vegna viðskiptanna með fasteignina. Þessu vildi framkvæmdastjórinn ekki una og fór hann fram á það að ákvörðunin yrði felld niður, en til vara lækkuð um 7,5 milljónir. Annað eignarhaldsfélag mannsins keypti eignina upphaflega Málavextir voru þeir að í maí 2013 keypti annað eignarhaldsfélag í eigu mannsins einbýlishús á 77 milljónir króna. Á næstu árum réðst eignarhaldsfélagið í endurbætur á húsnæðinu og var það meðal annars stækkað um 36 fermetra. Alls var kostnaður upp á 116 milljónir króna eignfærður í skattskilum félagsins fyrir árin 2013 og 2014 vegna framkvæmda. Árið 2015 var umræddu félagi skipt upp í tvö félög og eignaðist þá annað eignarhaldsfélag í eigu mannsins umrædda fasteign. Árið 2017 keypti maðurinn fasteignina af eignarhaldsfélaginu á 140 milljónir. Vegna þeirra viðskipta var gerð grein fyrir sölutapi að fjárhæð 39 milljónum í skattframtali eignarhaldsfélagsins árið 2018. Samkvæmt gögnum málsins hefur kærandi og fjölskylda hans haft lögheimili í húsinu frá árinu 2014, að því er fram kemur í úrskurði Yfirskattanefndar. Taldi kaupverðið óeðlilega lágt Ríkisskattstjóri óskaði eftir skýringum á söluverðinu og fékk þær útskýringar að söluverð eignarinnar hafi verið byggt á verðmati fasteignasala sem hefði metið mögulegt markaðsvirði eignarinnar á bilinu 140 til 155 milljónir króna. Ríkisskattstjóri taldi hins vegar að eðlilegt væri að miða við efstu mörk verðmatsins, en ekki þau neðstu, líkt og gert hafði verið við viðskiptin. Leit embættið því svo á kaupverðið hafi verið óeðlilega lágt, gera yrði ríkar kröfu til eðlilegrar verðlagningar í viðskiptum á milli fjárhagslega tengdra aðila. Niðurstaða embættisins var því að hækka tekjuskatts- og útsvarsstofns mannins um fimmtán milljónir, eða því sem nam mismuni á milli efsta og neðsta bil verðmats fasteignarinnar, auk þess sem 25 prósent álag var bætt við, 3,75 milljónum króna. Hafi í raun setið beggja vegna borðs við kaup og sölu Til stuðnings álagsbeitingu tók ríkisskattstjóri fram að kæranda, sem daglegum stjórnanda og eina eiganda umrædds einkahlutafélags, hefði hlotið að vera ljóst, með hliðsjón af þeim fjármunum sem félag hans hefði lagt út í tengslum við kaup og endurbætur á fasteigninni, að ekki væri eðlilegt að miða kaupverð hans á fasteigninni við lægsta mark fyrirliggjandi verðmats. Yrði að telja verðlagninguna ámælisverða í ljósi tengsla kæranda við félagið, grandsemi hans um fjárútlát félagsins og þess að kærandi hefði í raun setið beggja vegna borðs við kaup og sölu fasteignarinnar. Málið frekar til marks um að einkaþarfir mannsins hafi legið að baki Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að taka verði „undir það með ríkisskattstjóra að atvik málsins þykja frekast vera til marks um það að einkaþarfir kæranda hafi legið að baki umræddum fasteignakaupum X ehf. og verður að telja að hið sama hafi átt a.m.k. verulegan þátt í þeim endurbótum á eigninni sem í var ráðist í framhaldinu,“ líkt og segir í úrskurðinum. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að miða ætta virði fasteignarinnar við miðbil það verðmats sem gert var, eða 147,5 milljónir króna. Hafnaði því nefndin aðalkröfu mannsins en féllst á varakröfuna, það að lækka tekjuviðbótina um helming, niður í 7,5 milljónir króna. Þá þótti nefndinni ekki hafa verið sýnt fram á að fella ætti niður hið 25 prósenta álag sem lagt var á. Þarf maðurinn því að greiða 7,5 milljónir króna vegna vantaldra tekna, auk 25 prósenta álags, rétt tæpar tvær milljónir króna. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Skattar og tollar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira