Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 15:14 Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva eru sammála um að fyrirmæli yfirvalda og sóttvarnalæknis séu alls ekki nógu skýr. Vísir/vilhelm Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva eru sammála um að fyrirmæli stjórnvalda um starfsemina séu alls ekki nógu skýr. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar, sem gert var að loka í byrjun þessa mánaðar, verði áfram lokaðar. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að hann teldi ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að slíkar stöðvar væru aðaluppspretta faraldursins sem nú gengur yfir. Stefna á opnun - með fyrirvara Líkamsræktarstöðvar World Class hyggjast þó hefja starfsemi að nýju á morgun, með fyrirvara um breytingar þó, að því er fram kemur í tilkynningu á vef World Class í dag. Starfsemin verður með eftirfarandi hætti: Hámark 19 manns í alla skipulagða tíma (auk þjálfara): Tveggja metra regla verður viðhöfð og tryggð í tímum Allir vinna með sinn búnað Búnaður verður sótthreinsaður milli tíma Tímalengd verður hámark 50 mínútur til að tryggja að hópar mætist ekki og sótthreinsun verði tryggð Hver tími hefur sér inngang í sal og sér salernisaðstöðu merkta viðkomandi sal Einungis þeim sem eru skráðir í tíma verður hleypt inn í húsnæði World Class Öll notkun á búnaði sem er gólf, loft- eða veggfestur er óheimil Geta ekki setið eftir Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins segir í samtali við Vísi að eins og staðan sé núna sé hann að bíða frekari fyrirmæla frá stjórnvöldum. Hann hyggist þó bjóða upp á þjónustu á morgun. „Við förum að reglugerðum og þeim reglum sem okkur eru settar og reynum að vanda til verka. En við erum í samkeppni og getum ekki setið eftir. Ef okkur er heimilt að opna þá verðum við að opna eins og aðrir,“ segir Þröstur. „Við munum því bjóða upp á alla hóptíma; hjólatíma, Crossfit, jóga og aðra þjónustu – í lokuðum hópum með tveggja metra reglunni. En það eina sem maður er í raun að kalla eftir eru skýr skilaboð. Mér finnst rosalega sérstakt að þeir sem vinni þetta fyrir heilbrigðisráðuneytið hafi ekki samráð fyrir einhvern í bransanum.“ Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir í samtali við Vísi að engin áform séu uppi um að opna stöðvar Hreyfingar á morgun. Hún hafi skilið sóttvarnalækni þannig eftir upplýsingafundinn í dag. Ágústa tekur þó í sama streng og Þröstur og segir fyrirmæli stjórnvalda alls ekki skýr. Guðríður „Gurrý“ Torfadóttir, eigandi Yama heilsuræktar, hyggst heldur ekki opna á morgun. Hún greinir frá því í færslu á Instagram-reikningi heilsuræktarinnar í dag að ræktinni verði áfram lokað út þessa viku. „Þetta er gert með hagsmuni viðskiptavini minna að leiðarljósi. Faraldurinn er í rénun en á viðkvæmum stað og tel ég með að bíða fram yfir helgi og sjá þróunina við vera öruggari saman," segir í færslu Gurrýjar. View this post on Instagram To kum a byrgð! Eftir mikla umhugsun þa hef e g a kveðið að hafa Yama Heilsurækt lokað a fram u t þessa viku. Þetta er gert með hagsmuni viðskiptavini minna að leiðarljo si. Faraldurinn er i re nun en a viðkvæmum stað og tel e g með að bi ða fram yfir helgi og sja þro unina við vera o ruggari saman. Li kamsræktarsto ðvar eru bu nar að vera lokaðar i 11 vikur a þessu a ri og tel e g að nokkrir dagar i viðbo t breyti engu i sto ra samhenginu. Þo svo að þetta hafi verið gleðilegar fre ttir i gær þa tel e g ekki vera ti mabært að opna a morgun. Með þessari a kvo rðun er e g að taka a byrgð og setja heilsu viðskiptavina minna og okkar þja lfara i fyrsta sæti. To kum a byrgð, verum heima og bi ðum AÐEINS lengur. Hly jar kveðjur til ykkar Gurry eigandi Yama Heilsurækt A post shared by Yama Heilsurækt (@yama_heilsuraekt) on Oct 19, 2020 at 5:44am PDT Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann muni ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um umrætt misræmi í reglugerð ráðuneytisins annars vegar og tilmæla hans hins vegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva eru sammála um að fyrirmæli stjórnvalda um starfsemina séu alls ekki nógu skýr. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar, sem gert var að loka í byrjun þessa mánaðar, verði áfram lokaðar. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að hann teldi ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar á ný í ljósi þess að slíkar stöðvar væru aðaluppspretta faraldursins sem nú gengur yfir. Stefna á opnun - með fyrirvara Líkamsræktarstöðvar World Class hyggjast þó hefja starfsemi að nýju á morgun, með fyrirvara um breytingar þó, að því er fram kemur í tilkynningu á vef World Class í dag. Starfsemin verður með eftirfarandi hætti: Hámark 19 manns í alla skipulagða tíma (auk þjálfara): Tveggja metra regla verður viðhöfð og tryggð í tímum Allir vinna með sinn búnað Búnaður verður sótthreinsaður milli tíma Tímalengd verður hámark 50 mínútur til að tryggja að hópar mætist ekki og sótthreinsun verði tryggð Hver tími hefur sér inngang í sal og sér salernisaðstöðu merkta viðkomandi sal Einungis þeim sem eru skráðir í tíma verður hleypt inn í húsnæði World Class Öll notkun á búnaði sem er gólf, loft- eða veggfestur er óheimil Geta ekki setið eftir Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins segir í samtali við Vísi að eins og staðan sé núna sé hann að bíða frekari fyrirmæla frá stjórnvöldum. Hann hyggist þó bjóða upp á þjónustu á morgun. „Við förum að reglugerðum og þeim reglum sem okkur eru settar og reynum að vanda til verka. En við erum í samkeppni og getum ekki setið eftir. Ef okkur er heimilt að opna þá verðum við að opna eins og aðrir,“ segir Þröstur. „Við munum því bjóða upp á alla hóptíma; hjólatíma, Crossfit, jóga og aðra þjónustu – í lokuðum hópum með tveggja metra reglunni. En það eina sem maður er í raun að kalla eftir eru skýr skilaboð. Mér finnst rosalega sérstakt að þeir sem vinni þetta fyrir heilbrigðisráðuneytið hafi ekki samráð fyrir einhvern í bransanum.“ Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir í samtali við Vísi að engin áform séu uppi um að opna stöðvar Hreyfingar á morgun. Hún hafi skilið sóttvarnalækni þannig eftir upplýsingafundinn í dag. Ágústa tekur þó í sama streng og Þröstur og segir fyrirmæli stjórnvalda alls ekki skýr. Guðríður „Gurrý“ Torfadóttir, eigandi Yama heilsuræktar, hyggst heldur ekki opna á morgun. Hún greinir frá því í færslu á Instagram-reikningi heilsuræktarinnar í dag að ræktinni verði áfram lokað út þessa viku. „Þetta er gert með hagsmuni viðskiptavini minna að leiðarljósi. Faraldurinn er í rénun en á viðkvæmum stað og tel ég með að bíða fram yfir helgi og sjá þróunina við vera öruggari saman," segir í færslu Gurrýjar. View this post on Instagram To kum a byrgð! Eftir mikla umhugsun þa hef e g a kveðið að hafa Yama Heilsurækt lokað a fram u t þessa viku. Þetta er gert með hagsmuni viðskiptavini minna að leiðarljo si. Faraldurinn er i re nun en a viðkvæmum stað og tel e g með að bi ða fram yfir helgi og sja þro unina við vera o ruggari saman. Li kamsræktarsto ðvar eru bu nar að vera lokaðar i 11 vikur a þessu a ri og tel e g að nokkrir dagar i viðbo t breyti engu i sto ra samhenginu. Þo svo að þetta hafi verið gleðilegar fre ttir i gær þa tel e g ekki vera ti mabært að opna a morgun. Með þessari a kvo rðun er e g að taka a byrgð og setja heilsu viðskiptavina minna og okkar þja lfara i fyrsta sæti. To kum a byrgð, verum heima og bi ðum AÐEINS lengur. Hly jar kveðjur til ykkar Gurry eigandi Yama Heilsurækt A post shared by Yama Heilsurækt (@yama_heilsuraekt) on Oct 19, 2020 at 5:44am PDT Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann muni ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um umrætt misræmi í reglugerð ráðuneytisins annars vegar og tilmæla hans hins vegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira