Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2020 21:52 Krýsuvíkurskóli í dag. Upptök skjálftans voru 4-5 kílómetra frá staðnum en 30 manns voru í skólanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Yfir fjögur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þeir sterkustu í kringum fjögur stig. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík brotnuðu lausamunir og þar hrundi úr fjöllum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Jarðskjálftinn er einn sá öflugasti sem orðið hefur á Reykjanesskaga í áratugi og vegna nálægðar hans við Reykjavíkursvæðið með þeim sterkustu sem stór hluti landsmanna hefur upplifað. Hjörtur Einarsson, staðarhaldari Krýsuvíkurskóla, lýsir því hvar hann sá grjótið hrynja úr fjöllunum ofan Krýsuvíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Upptökin voru í fjöllunum ofan Krýsuvíkur. Það var sennilega fólkið í meðferðarheimilinu í Krýsuvíkurskóla sem fann sterkast fyrir honum enda var skjálftamiðjan aðeins fimm kílómetra frá staðnum. Þrjátíu manns voru í skólanum, karlar og konur, 22 vistmenn og 8 starfsmenn. Hjörtur Einarsson, staðarhaldari Krýsuvíkurskóla, stóð á hlaðinu við húsið. Hjörtur staðarhaldari sýnir hvar sprunga opnaðist í vegg í Krýsuvíkurskóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég bara sá húsið hreyfast alveg. Og þegar ég lít upp þá horfi ég hérna upp í fjall og sé grjóthrun bæði í efra fjallinu og svo í hlíðinni hérna,“ segir Hjörtur og bendir á hvar stórgrýtið kom veltandi niður. „Þannig að þetta var bara svakalegt. Miklar drunur og mikil upplifun.“ Jón K. Jacobsen, dagskrárstjóri Krýsuvíkurskóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En var fólkinu inni brugðið? „Því var mjög brugðið. Bara eftir smátíma, þá komu þau öll hlaupandi út,“ segir Hjörtur. Allt var á tjá og tundri þegar þessi mynd var tekin í einu vistherbergjanna rétt eftir stóra skjálftann.Mynd/Aðsend. Jón K. Jacobsen, dagskrárstjóri Krýsuvíkurskóla, var með skjólstæðing í viðtalsherbergi í sporavinnu. „Það bara nötraði allt húsið. Kom rosahvellur. Ég hugsa að þetta hafi bara verið í 20-30 sekúndur sem skólinn hristist. Miklar drunur,“ segir Jón. Innanhúss mátti sjá að sprungur opnuðust í veggjum og skemmdir urðu á lausamunum. Þar hrundi úr hillum, glervasi brotnaði, myndarammar féllu af veggjum, spegill brotnaði, ljós féll úr lofti og mótorhjól valt um koll. „Já, fólk er skelkað,“ segir Jón. En þarf að halda utan um fólk eftir svona upplifun? „Já, já. Við hlúum að þeim og höldum utan um þau. Tölum um þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hjörtur. Í jarðvegsnámu Steypustöðvarinnar í Vatnsskarði við Krýsuvíkurleið voru um tíu manns að störfum þegar þar tók allt að hristast og skjálfa. Jóhann Jónsson, viðgerðarmaður í Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var frekar óþægileg tilfinning,“ segir Jóhann Jónsson viðgerðarmaður og játar því að menn hafi orðið smeykir þegar jarðvegurinn fór af stað í hlíðum námunnar. „Já, það fór allt af stað hér í hlíðunum, þar sem ýtumaðurinn er að ýta hér fyrir ofan. Bara grjóthrun,“ segir Jóhann. Jón Sævin Hallgrímsson var á jarðýtu uppi í fjalli í námunni þegar skjálftinn reið yfir og hlíðin fór af stað.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jón Sævin Hallgrímsson var á jarðýtunni uppi í fjallinu og kveðst hafa skynjað að þetta var jarðskjálfti. „Ég áttaði mig á því þegar ég sá þarna hrynja úr fjallinu. Þá áttaði ég mig á því að það væri kominn jarðskjálfti hérna,“ segir Jón Sævin. „Svo fórum við í kaffi hérna og þá fór kaffiskúrinn alveg á reiðiskjálf hérna í seinni skjálftanum,“ segir Jóhann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Meðferðarheimili Tengdar fréttir Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Yfir fjögur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þeir sterkustu í kringum fjögur stig. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík brotnuðu lausamunir og þar hrundi úr fjöllum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Jarðskjálftinn er einn sá öflugasti sem orðið hefur á Reykjanesskaga í áratugi og vegna nálægðar hans við Reykjavíkursvæðið með þeim sterkustu sem stór hluti landsmanna hefur upplifað. Hjörtur Einarsson, staðarhaldari Krýsuvíkurskóla, lýsir því hvar hann sá grjótið hrynja úr fjöllunum ofan Krýsuvíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Upptökin voru í fjöllunum ofan Krýsuvíkur. Það var sennilega fólkið í meðferðarheimilinu í Krýsuvíkurskóla sem fann sterkast fyrir honum enda var skjálftamiðjan aðeins fimm kílómetra frá staðnum. Þrjátíu manns voru í skólanum, karlar og konur, 22 vistmenn og 8 starfsmenn. Hjörtur Einarsson, staðarhaldari Krýsuvíkurskóla, stóð á hlaðinu við húsið. Hjörtur staðarhaldari sýnir hvar sprunga opnaðist í vegg í Krýsuvíkurskóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég bara sá húsið hreyfast alveg. Og þegar ég lít upp þá horfi ég hérna upp í fjall og sé grjóthrun bæði í efra fjallinu og svo í hlíðinni hérna,“ segir Hjörtur og bendir á hvar stórgrýtið kom veltandi niður. „Þannig að þetta var bara svakalegt. Miklar drunur og mikil upplifun.“ Jón K. Jacobsen, dagskrárstjóri Krýsuvíkurskóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En var fólkinu inni brugðið? „Því var mjög brugðið. Bara eftir smátíma, þá komu þau öll hlaupandi út,“ segir Hjörtur. Allt var á tjá og tundri þegar þessi mynd var tekin í einu vistherbergjanna rétt eftir stóra skjálftann.Mynd/Aðsend. Jón K. Jacobsen, dagskrárstjóri Krýsuvíkurskóla, var með skjólstæðing í viðtalsherbergi í sporavinnu. „Það bara nötraði allt húsið. Kom rosahvellur. Ég hugsa að þetta hafi bara verið í 20-30 sekúndur sem skólinn hristist. Miklar drunur,“ segir Jón. Innanhúss mátti sjá að sprungur opnuðust í veggjum og skemmdir urðu á lausamunum. Þar hrundi úr hillum, glervasi brotnaði, myndarammar féllu af veggjum, spegill brotnaði, ljós féll úr lofti og mótorhjól valt um koll. „Já, fólk er skelkað,“ segir Jón. En þarf að halda utan um fólk eftir svona upplifun? „Já, já. Við hlúum að þeim og höldum utan um þau. Tölum um þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hjörtur. Í jarðvegsnámu Steypustöðvarinnar í Vatnsskarði við Krýsuvíkurleið voru um tíu manns að störfum þegar þar tók allt að hristast og skjálfa. Jóhann Jónsson, viðgerðarmaður í Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var frekar óþægileg tilfinning,“ segir Jóhann Jónsson viðgerðarmaður og játar því að menn hafi orðið smeykir þegar jarðvegurinn fór af stað í hlíðum námunnar. „Já, það fór allt af stað hér í hlíðunum, þar sem ýtumaðurinn er að ýta hér fyrir ofan. Bara grjóthrun,“ segir Jóhann. Jón Sævin Hallgrímsson var á jarðýtu uppi í fjalli í námunni þegar skjálftinn reið yfir og hlíðin fór af stað.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jón Sævin Hallgrímsson var á jarðýtunni uppi í fjallinu og kveðst hafa skynjað að þetta var jarðskjálfti. „Ég áttaði mig á því þegar ég sá þarna hrynja úr fjallinu. Þá áttaði ég mig á því að það væri kominn jarðskjálfti hérna,“ segir Jón Sævin. „Svo fórum við í kaffi hérna og þá fór kaffiskúrinn alveg á reiðiskjálf hérna í seinni skjálftanum,“ segir Jóhann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Meðferðarheimili Tengdar fréttir Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28
Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56
Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13