Framtíð innan þolmarka plánetunnar okkar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 23. október 2020 13:31 Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun