Katrín Tanja vann sér inn alls 18,7 milljónir króna með frammistöðu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 07:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með öllum verðlaunahöfunum á heimsleikunum í ár. Twitter/@crossfitgames Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk ekki bara silfrið um hálsinn eftir frábæran árangur sinn á heimsleikunum í CrossFit því hún fékk líka nóg af peningum í bankann. Katrín Tanja fékk alls 134 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina, 115 þúsund dali fyrir að ná öðru sætinu í keppninni og svo nítján þúsund dollara að auki fyrir að ná einu af þremur efstu sætunum í einstökum greinum. Katrín Tanja endaði aðeins einu sinni meðal þriggja efstu í fjórum fyrstu greinunum og sat þá í neðsta sæti í heildarkeppninni. Hún vann hins vegar lokagrein fyrsta dagsins og var fimm sinnum meðal þeirra þriggja efstu í sex síðustu greinunum. Katrín Tanja vann eina grein en fyrir það fengu keppendur þrjú þúsund dollara bónus. Katrín varð þrisvar sinnum í öðru sæti í grein og fékk tvö þúsund dollara fyrir hvert skipti. Hún varð síðan fjórum sinnum í þriðja sæti í grein og fékk þúsund dollara fyrir hvert skipti. Að auki vann hún einnig tvær greinar í fyrri hlutanum. Katrín Tanja fékk 6,5 milljónum meira en Kari Pearce sem varð í þriðja sæti en hún fékk alls 87 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina. Það munaði því mikið um hvert sæti í keppninni. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey vann sér inn alls 342 þúsund dollara eða 47,7 milljónir íslenskra króna og var því 29 milljón króna munu á henni og Katrínu Tönju. Mathew Fraser fékk aðeins meira en Toomey þar sem hann vann fleiri greinar og endaði aldrei neðar en í öðru sæti. Fraser fékk alls 348 þúsund dollara eða 48,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000) CrossFit Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk ekki bara silfrið um hálsinn eftir frábæran árangur sinn á heimsleikunum í CrossFit því hún fékk líka nóg af peningum í bankann. Katrín Tanja fékk alls 134 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina, 115 þúsund dali fyrir að ná öðru sætinu í keppninni og svo nítján þúsund dollara að auki fyrir að ná einu af þremur efstu sætunum í einstökum greinum. Katrín Tanja endaði aðeins einu sinni meðal þriggja efstu í fjórum fyrstu greinunum og sat þá í neðsta sæti í heildarkeppninni. Hún vann hins vegar lokagrein fyrsta dagsins og var fimm sinnum meðal þeirra þriggja efstu í sex síðustu greinunum. Katrín Tanja vann eina grein en fyrir það fengu keppendur þrjú þúsund dollara bónus. Katrín varð þrisvar sinnum í öðru sæti í grein og fékk tvö þúsund dollara fyrir hvert skipti. Hún varð síðan fjórum sinnum í þriðja sæti í grein og fékk þúsund dollara fyrir hvert skipti. Að auki vann hún einnig tvær greinar í fyrri hlutanum. Katrín Tanja fékk 6,5 milljónum meira en Kari Pearce sem varð í þriðja sæti en hún fékk alls 87 þúsund Bandaríkjadali fyrir helgina. Það munaði því mikið um hvert sæti í keppninni. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey vann sér inn alls 342 þúsund dollara eða 47,7 milljónir íslenskra króna og var því 29 milljón króna munu á henni og Katrínu Tönju. Mathew Fraser fékk aðeins meira en Toomey þar sem hann vann fleiri greinar og endaði aldrei neðar en í öðru sæti. Fraser fékk alls 348 þúsund dollara eða 48,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000)
Verðlaunaféð í ofurúrslitum heimsleikanna 2020: Konur: 1. Tia-Clair Toomey – $342,000 ($42,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Katrín Tanja Davíðsdóttir – $134,000 ($19,000) 3. Kari Pearce – $87,000 ($12,000) 4. Haley Adams – $60,000 ($10,000) 5. Brooke Wells – $48,000 ($13,000) Karlar: 1. Mathew Fraser – $348,000 ($48,000 fyrir árangur í einstökum greinum) 2. Samuel Kwant – $128,000 ($13,000) 3. Justin Medeiros – $89,000 ($14,000) 4. Noah Ohlsen – $63,000 ($13,000) 5. Jeffrey Adler – $43,000 ($8,000)
CrossFit Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Sjá meira