Álögur á autt atvinnuhúsnæði Ólafur Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2020 10:45 Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun