Fimm sundmenn gætu misst Ólympíuverðlaun vegna eins manns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:01 Brenton Rickard með gullverðlaun sín frá HM 2009. EPA/PATRICK B. KRAEMER Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum