Heiða Björg Hilmisdóttir endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. nóvember 2020 10:40 Heiða Björg Hilmisdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Samfylkingin Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27
Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50