Heiða Björg Hilmisdóttir endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. nóvember 2020 10:40 Heiða Björg Hilmisdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Samfylkingin Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir var á ellefta tímanum endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir þingmaður var í framboði gegn Heiðu. 889 greiddu atkvæði í kosningunni og var 94 prósent kjörsókn. Fjórir skiluðu auðu, Heiða Björg hlaut 534 atkvæði, eða 60%, og Helga Vala 351 eða 40 prósent atkvæða. Heiða Björg segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég var farin að gera mér vonir um það að ég myndi vinna þetta þar sem ég fann mjög góðan meðbyr en Helga Vala var líka öflug og átti góðan séns,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sanfylkingarinnar. Eru áherslubreytingar í vændum hjá þér í ljósi endurkjörs? „Framundan eru mikilvægir tímar hjá Samfylkingunni. Það er helsta breytingin. Við erum að móta stefnu og hópa okkur saman þannig að við gerum unnið kosningar og komist inn í stjórnarráðið,“ sagði Heiða Björg. Heiða sagði í þakkarræðu sinni að síðustu þrjú ár, frá því hún var kjörin varaformaður flokksins, hafi verið krefjandi, skemmtileg og ánægjuleg. Mikið hafi gengið á og Samfylkingarfólk hafi sameinast um að byggja flokkinn upp á ný. „Ég er hrærð og glöð yfir því að fá að fylgja eftir jafnaðarstefnunni ásamt Loga Einarssyni og vera í fararbroddi fyrir okkar mikilvægu hreyfingu, því hún er alltaf mikilvæg og hefur verið það en kannski sérstaklega núna þegar við horfum fram á þessa krepputíma, hamfarahlýnun, fátækt og aðrar áskoranir sem við þekkjum að jafnaðarstefnan hefur svör við,“ sagði Heiða. Hún segir styrk að í forystu flokksins séu fulltrúar frá þingi og borgarstjórn. „Mér finnst það gefa okkur breidd í forystuna að vera að vinna á sitthvorum staðnum. Við erum ólíkir einstaklingar með ólík áhugamál og ég held að fólk hafi mögulega metið það sem styrk líka að hafa þessa breidd í forystunni,“ sagði Heiða. Hvað þarf flokkurinn að gera til að tryggja sigur í næstu alþingiskosningum? „Flokkurinn þarf fyrst og fremst að sameinast um stefnuna og sameinast um þá frambjóðendur sem við munum bjóða fram. Það er það mikilvægasta finnst mér. Að við séum samhent og samtaka. Skerpum á okkar stefnumálum og tölum fyrir þeim hvar sem við komum,“ sagði Heiða. Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27 Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16 Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“ 7. nóvember 2020 10:27
Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. 6. nóvember 2020 18:16
Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar Samfylkingin heldur landsfund sinn í dag og á morgun. Hægt er að horfa á beina útsendingu hér á Vísi en formannskjör fer fram í dag. 6. nóvember 2020 15:50