Biden vill konu sem varaforsetaefni Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 07:30 Joe Biden og Bernie Sanders slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. EPA Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17
Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21