Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 08:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur sagði áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. „Það hafa verið brögð að því og landamæraverðir hafa talað um að það sé í mörgum tilfellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvöföldu skimun. Fólk sé kannski að velja fjórtán daga sóttkví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjórtán daga sóttkví. Í því felst áhættan, sérstaklega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent farþega eru smitaðir,“ sagði Þórólfur. Þá væri hættan sú að nýir veirustofnar kæmu inn í landi. „Það er það sem ég hef verið að tala um. Ég hef lagt á það áherslu og mun leggja það til sennilega við ráðherra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvöfalda skimun út af þessu,“ sagði Þórólfur. Spurður út í stöðuna á faraldrinum nú kvaðst Þórólfur ekki vera búinn að fá endanlegar tölur yfir fjölda þeirra sem greindust smitaðir í gær. „En staðan hefur náttúrulega verið þannig að undanfarið að þetta er að síga hægt og bítandi niður. Það er bara ánægjulegt.“ Núverandi samkomutakmarkanir gilda til næsta þriðjudags, 17. nóvember. Þórólfur sagði of snemmt að tala um hvað hann leggi til fyrir þann tíma en benti á að hlutirnir gerðust hægt. Þótt fjöldi nýgreindra væri að fara niður þá hefðu ansi margir aldraðir sem smitast undanfarið sem í flestum tilfellum mætti rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. „Við höfum verið að sjá alvarlegar afleiðingar af því undanfarna daga og erum kannski ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það ennþá,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur sagði áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. „Það hafa verið brögð að því og landamæraverðir hafa talað um að það sé í mörgum tilfellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvöföldu skimun. Fólk sé kannski að velja fjórtán daga sóttkví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjórtán daga sóttkví. Í því felst áhættan, sérstaklega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent farþega eru smitaðir,“ sagði Þórólfur. Þá væri hættan sú að nýir veirustofnar kæmu inn í landi. „Það er það sem ég hef verið að tala um. Ég hef lagt á það áherslu og mun leggja það til sennilega við ráðherra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvöfalda skimun út af þessu,“ sagði Þórólfur. Spurður út í stöðuna á faraldrinum nú kvaðst Þórólfur ekki vera búinn að fá endanlegar tölur yfir fjölda þeirra sem greindust smitaðir í gær. „En staðan hefur náttúrulega verið þannig að undanfarið að þetta er að síga hægt og bítandi niður. Það er bara ánægjulegt.“ Núverandi samkomutakmarkanir gilda til næsta þriðjudags, 17. nóvember. Þórólfur sagði of snemmt að tala um hvað hann leggi til fyrir þann tíma en benti á að hlutirnir gerðust hægt. Þótt fjöldi nýgreindra væri að fara niður þá hefðu ansi margir aldraðir sem smitast undanfarið sem í flestum tilfellum mætti rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. „Við höfum verið að sjá alvarlegar afleiðingar af því undanfarna daga og erum kannski ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það ennþá,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent