Katrín hafnar því að gengið sé of langt í sóttvörnum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. nóvember 2020 10:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga ekki hafa gengið of langt í aðgerðum sínum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að stjórnvöld séu að ganga of langt í sóttvarnaraðgerðum hér á landi. Hún segir að ef litið sé til annarra landa sé ljóst að Íslendingar gangi skemur í sóttvarnarráðstöfunum á mörgum sviðum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi sóttvarnaðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega og talaði meðal annars um það sem hann kallaði alræði sóttvarna, sem hefði sýnt sig að væri óskilvirkt. Katrín ræddi þessi mál meðfram öðru í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tökum bara sem dæmi hvernig hefur gengið núna í löndunum í kringum okkur þar sem við erum að sjá vöxt í faraldrinum ennþá. Stundum finnst mér umræðan vera þannig að við séum bara hér, ein í heiminum, að eiga við þennan faraldur. Og að við séum að ganga mjög langt í því að ná honum niður. Það er auðvitað ekki svo. Við erum bara að sjá það að við erum að einhverju leyti að beita sömu aðferðum og ríki sem við berum okkur saman við, og göngum meira að segja heldur skemur í sóttvarnaaðgerðum á mörgum sviðum en kannski lengra á öðrum,“ sagði forsætisráðherra. Einhugur á stjórnarheimilinu Katrín benti á að í aðgerðunum hafi Íslendingar náð að nýta sér smæð landsins. „Til að mynda hefur smitrakning gengið mjög vel á Íslandi.“ Hún ítrekaði einnig að á stjórnarheimilinu sé einhugur um aðgerðirnar. „Það er alltaf mikil umræða um stöðuna, og þó það nú væri. Þetta er auðvitað mikilvægasta verkefni sem við höfum tekist á við sem ríkisstjórn. En það hefur verið einhugur í ríkisstjórninni um niðurstöðuna hverju sinni þó að umræðan hafi verið mikil,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15 Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því að stjórnvöld séu að ganga of langt í sóttvarnaraðgerðum hér á landi. Hún segir að ef litið sé til annarra landa sé ljóst að Íslendingar gangi skemur í sóttvarnarráðstöfunum á mörgum sviðum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi sóttvarnaðgerðir ríkisstjórnarinnar harðlega og talaði meðal annars um það sem hann kallaði alræði sóttvarna, sem hefði sýnt sig að væri óskilvirkt. Katrín ræddi þessi mál meðfram öðru í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Tökum bara sem dæmi hvernig hefur gengið núna í löndunum í kringum okkur þar sem við erum að sjá vöxt í faraldrinum ennþá. Stundum finnst mér umræðan vera þannig að við séum bara hér, ein í heiminum, að eiga við þennan faraldur. Og að við séum að ganga mjög langt í því að ná honum niður. Það er auðvitað ekki svo. Við erum bara að sjá það að við erum að einhverju leyti að beita sömu aðferðum og ríki sem við berum okkur saman við, og göngum meira að segja heldur skemur í sóttvarnaaðgerðum á mörgum sviðum en kannski lengra á öðrum,“ sagði forsætisráðherra. Einhugur á stjórnarheimilinu Katrín benti á að í aðgerðunum hafi Íslendingar náð að nýta sér smæð landsins. „Til að mynda hefur smitrakning gengið mjög vel á Íslandi.“ Hún ítrekaði einnig að á stjórnarheimilinu sé einhugur um aðgerðirnar. „Það er alltaf mikil umræða um stöðuna, og þó það nú væri. Þetta er auðvitað mikilvægasta verkefni sem við höfum tekist á við sem ríkisstjórn. En það hefur verið einhugur í ríkisstjórninni um niðurstöðuna hverju sinni þó að umræðan hafi verið mikil,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15 Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Hættur meðvirkni með sóttvarnaaðgerðum og segir „alræði sóttvarna“ óskilvirkt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að meðvirkni sinni með sóttvarnaaðgerðum hér á landi sé lokið. 10. nóvember 2020 07:15
Alræði Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn. 9. nóvember 2020 15:08