Herra Hnetusmjör prófar ópíóða Rannveig Borg skrifar 10. nóvember 2020 13:30 Í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni deildi Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) sögu úr lífi sínu áður en hann varð edrú fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann prófað ópíóðan oxycodine. Herra Hnetusmjör lýsir því að þetta hafi virkað sem „bara pilla“. En þetta eru hættulegustu efnin á markaðnum eða „ógeðslega sterk“ eins og Herra Hnetusmjör orðar það. Ópíóðar og þá sérstaklega oxycodone hafa verið mikið í fréttum í tengslum Bandaríkín þar sem talað er um ópíóðafaraldur. Talið er að um 3.6 % fullorðinna Bandaríkjamanna hafi neytt ópíóða á síðasta ári en prósentan er um 1.2% á heimsvísu[3]. Hvað eru ópíóðar? Annars vegar nátturuleg ópíumskyld lyf eins og morfín og kódein eða tilbúnar afleiður af morfíni til dæmis heróín, fentanýl og oxycodone[2]. Ópíoðar hafa aðallega tvenns konar áhrif annars vegar minnka sársauka og eru ópíóðar á lista WHO yfir nauðsynleg lyf (e. essential [1] medicine) og hins vegar að virkja verðlaunastöðvar heilans og orsaka vellíðan[2]. Aukaáhrif ópíóða geta verið flökurleiki og meltingartruflanir og aukinn sársauki þ.e. þegar viðkomandi hættir notkun lyfjanna finnur hann meira fyrir sársauka en áður en notkun lyfjanna hófst[2]. Þegar einstaklingur er orðinn líkamlega háður lyfjunum og hættir skyndilega notkun þeirra geta fráhvarfseinkenni verið mjög skæð[2]. Herra Hnetusmjör talar um verstu fráhvarfseinkenni sem hann hafði upplifað. Til lengri tíma geta ópíóðar verið mjög vanabindandi. Hlutfall þeirra sem verða háðir lyfseðilsskyldum ópíóðum eykst. Þá er talið að um 2-6% þeirra sem ávísað er ópíóðum sem verkjalyfi þrói með sér lyfjafíkn[5]. Ennfremur er mikil aukning á misnotkun lyfseðilsskyldra ópíóða og notkun mjög sterkra ólöglegra ópíóða eins fentanýl sem er 50-100 sinnum sterkari en morfín[4][6]. Lyfin geta einnig valdið öndunarbælingu sem í nægilegu magni getur valdið dauða[2]. Þá talar WHO um sérstaklega hættulegt sé að neyta ópíóða með öðrum öndunarbælandi efnum eins og til dæmis benzódíazepín eða áfengi[6]. Á síðustu árum hefur ótímabærum dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað – nú á tímum COVID-19 hefur ólöglegt fentanýl oftar en ekki komið við sögu[4]. WHO hefur ráðlagt þjálfun í naloxone notkun og dreifingu til einstaklinga sem geta orðið vitni af ofskömmtun ópíóða. Naloxone getur bjargað lífum eftir ofskömmtun ef það er gefið á réttan hátt[6]. Aukin hætta af ópíóðum er ekki einskorðuð við Bandaríkin. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagði í nýlegu viðtali að 185 manns væru í meðferð við ópíóðafíkn á göngudeild á Vogi og hafi aldrei verið fleiri og að neyslan hafi aukist mikið á Íslandi síðustu ár[7]. Sagan Herra Hnetusmjör prófar ópíóða endaði vel. Það eru ekki allir þetta heppnir. Í ágúst á þessu ári létust tveir 15 ára unglingar í Zollikerberg[8] (sem er Garðabær Zurichsýslunnar) eftir að hafa prófað hóstasaft með kódeini í bland við benzódíazepín (Xanax). Eins og fyrir Herra Hnetusmjör gerðu þeir sér væntanlega ekki grein fyrir hættunni enda „bara hóstasaft“. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: 1. https://www.who.int/publications/i/item/WHOMVPEMPIAU2019.06 2. ttps://wdr.unodc.org/wdr2019/en/depressants.html 3. https://wdr.unodc.org/wdr2020/field/WDR20_Booklet_2.pdf 4. https://wdr.unodc.org/wdr2020/en/exsum.html 5. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jcpt.13114 6. https://www.who.int/topics/substance_abuse/en/ 7. https://www.ruv.is/frett/2020/09/07/hugsi-yfir-tviskinnungi-i-heimsbarattunni-gegn-covid?fbclid=IwAR3ugcVaNkMLIXem4no67f_YL18kTK1cBuhHatAJUVsgHE8I2q5SC5ILxnU 8. https://www.watson.ch/amp/!327904670?fbclid=IwAR0L55JGB2K2gMv4HezttKHxRVhAj1lsKKlRWvik6d1cc8xpkQfClgm5fAU Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni deildi Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) sögu úr lífi sínu áður en hann varð edrú fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann prófað ópíóðan oxycodine. Herra Hnetusmjör lýsir því að þetta hafi virkað sem „bara pilla“. En þetta eru hættulegustu efnin á markaðnum eða „ógeðslega sterk“ eins og Herra Hnetusmjör orðar það. Ópíóðar og þá sérstaklega oxycodone hafa verið mikið í fréttum í tengslum Bandaríkín þar sem talað er um ópíóðafaraldur. Talið er að um 3.6 % fullorðinna Bandaríkjamanna hafi neytt ópíóða á síðasta ári en prósentan er um 1.2% á heimsvísu[3]. Hvað eru ópíóðar? Annars vegar nátturuleg ópíumskyld lyf eins og morfín og kódein eða tilbúnar afleiður af morfíni til dæmis heróín, fentanýl og oxycodone[2]. Ópíoðar hafa aðallega tvenns konar áhrif annars vegar minnka sársauka og eru ópíóðar á lista WHO yfir nauðsynleg lyf (e. essential [1] medicine) og hins vegar að virkja verðlaunastöðvar heilans og orsaka vellíðan[2]. Aukaáhrif ópíóða geta verið flökurleiki og meltingartruflanir og aukinn sársauki þ.e. þegar viðkomandi hættir notkun lyfjanna finnur hann meira fyrir sársauka en áður en notkun lyfjanna hófst[2]. Þegar einstaklingur er orðinn líkamlega háður lyfjunum og hættir skyndilega notkun þeirra geta fráhvarfseinkenni verið mjög skæð[2]. Herra Hnetusmjör talar um verstu fráhvarfseinkenni sem hann hafði upplifað. Til lengri tíma geta ópíóðar verið mjög vanabindandi. Hlutfall þeirra sem verða háðir lyfseðilsskyldum ópíóðum eykst. Þá er talið að um 2-6% þeirra sem ávísað er ópíóðum sem verkjalyfi þrói með sér lyfjafíkn[5]. Ennfremur er mikil aukning á misnotkun lyfseðilsskyldra ópíóða og notkun mjög sterkra ólöglegra ópíóða eins fentanýl sem er 50-100 sinnum sterkari en morfín[4][6]. Lyfin geta einnig valdið öndunarbælingu sem í nægilegu magni getur valdið dauða[2]. Þá talar WHO um sérstaklega hættulegt sé að neyta ópíóða með öðrum öndunarbælandi efnum eins og til dæmis benzódíazepín eða áfengi[6]. Á síðustu árum hefur ótímabærum dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað – nú á tímum COVID-19 hefur ólöglegt fentanýl oftar en ekki komið við sögu[4]. WHO hefur ráðlagt þjálfun í naloxone notkun og dreifingu til einstaklinga sem geta orðið vitni af ofskömmtun ópíóða. Naloxone getur bjargað lífum eftir ofskömmtun ef það er gefið á réttan hátt[6]. Aukin hætta af ópíóðum er ekki einskorðuð við Bandaríkin. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagði í nýlegu viðtali að 185 manns væru í meðferð við ópíóðafíkn á göngudeild á Vogi og hafi aldrei verið fleiri og að neyslan hafi aukist mikið á Íslandi síðustu ár[7]. Sagan Herra Hnetusmjör prófar ópíóða endaði vel. Það eru ekki allir þetta heppnir. Í ágúst á þessu ári létust tveir 15 ára unglingar í Zollikerberg[8] (sem er Garðabær Zurichsýslunnar) eftir að hafa prófað hóstasaft með kódeini í bland við benzódíazepín (Xanax). Eins og fyrir Herra Hnetusmjör gerðu þeir sér væntanlega ekki grein fyrir hættunni enda „bara hóstasaft“. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: 1. https://www.who.int/publications/i/item/WHOMVPEMPIAU2019.06 2. ttps://wdr.unodc.org/wdr2019/en/depressants.html 3. https://wdr.unodc.org/wdr2020/field/WDR20_Booklet_2.pdf 4. https://wdr.unodc.org/wdr2020/en/exsum.html 5. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jcpt.13114 6. https://www.who.int/topics/substance_abuse/en/ 7. https://www.ruv.is/frett/2020/09/07/hugsi-yfir-tviskinnungi-i-heimsbarattunni-gegn-covid?fbclid=IwAR3ugcVaNkMLIXem4no67f_YL18kTK1cBuhHatAJUVsgHE8I2q5SC5ILxnU 8. https://www.watson.ch/amp/!327904670?fbclid=IwAR0L55JGB2K2gMv4HezttKHxRVhAj1lsKKlRWvik6d1cc8xpkQfClgm5fAU
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun