Herra Hnetusmjör prófar ópíóða Rannveig Borg skrifar 10. nóvember 2020 13:30 Í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni deildi Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) sögu úr lífi sínu áður en hann varð edrú fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann prófað ópíóðan oxycodine. Herra Hnetusmjör lýsir því að þetta hafi virkað sem „bara pilla“. En þetta eru hættulegustu efnin á markaðnum eða „ógeðslega sterk“ eins og Herra Hnetusmjör orðar það. Ópíóðar og þá sérstaklega oxycodone hafa verið mikið í fréttum í tengslum Bandaríkín þar sem talað er um ópíóðafaraldur. Talið er að um 3.6 % fullorðinna Bandaríkjamanna hafi neytt ópíóða á síðasta ári en prósentan er um 1.2% á heimsvísu[3]. Hvað eru ópíóðar? Annars vegar nátturuleg ópíumskyld lyf eins og morfín og kódein eða tilbúnar afleiður af morfíni til dæmis heróín, fentanýl og oxycodone[2]. Ópíoðar hafa aðallega tvenns konar áhrif annars vegar minnka sársauka og eru ópíóðar á lista WHO yfir nauðsynleg lyf (e. essential [1] medicine) og hins vegar að virkja verðlaunastöðvar heilans og orsaka vellíðan[2]. Aukaáhrif ópíóða geta verið flökurleiki og meltingartruflanir og aukinn sársauki þ.e. þegar viðkomandi hættir notkun lyfjanna finnur hann meira fyrir sársauka en áður en notkun lyfjanna hófst[2]. Þegar einstaklingur er orðinn líkamlega háður lyfjunum og hættir skyndilega notkun þeirra geta fráhvarfseinkenni verið mjög skæð[2]. Herra Hnetusmjör talar um verstu fráhvarfseinkenni sem hann hafði upplifað. Til lengri tíma geta ópíóðar verið mjög vanabindandi. Hlutfall þeirra sem verða háðir lyfseðilsskyldum ópíóðum eykst. Þá er talið að um 2-6% þeirra sem ávísað er ópíóðum sem verkjalyfi þrói með sér lyfjafíkn[5]. Ennfremur er mikil aukning á misnotkun lyfseðilsskyldra ópíóða og notkun mjög sterkra ólöglegra ópíóða eins fentanýl sem er 50-100 sinnum sterkari en morfín[4][6]. Lyfin geta einnig valdið öndunarbælingu sem í nægilegu magni getur valdið dauða[2]. Þá talar WHO um sérstaklega hættulegt sé að neyta ópíóða með öðrum öndunarbælandi efnum eins og til dæmis benzódíazepín eða áfengi[6]. Á síðustu árum hefur ótímabærum dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað – nú á tímum COVID-19 hefur ólöglegt fentanýl oftar en ekki komið við sögu[4]. WHO hefur ráðlagt þjálfun í naloxone notkun og dreifingu til einstaklinga sem geta orðið vitni af ofskömmtun ópíóða. Naloxone getur bjargað lífum eftir ofskömmtun ef það er gefið á réttan hátt[6]. Aukin hætta af ópíóðum er ekki einskorðuð við Bandaríkin. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagði í nýlegu viðtali að 185 manns væru í meðferð við ópíóðafíkn á göngudeild á Vogi og hafi aldrei verið fleiri og að neyslan hafi aukist mikið á Íslandi síðustu ár[7]. Sagan Herra Hnetusmjör prófar ópíóða endaði vel. Það eru ekki allir þetta heppnir. Í ágúst á þessu ári létust tveir 15 ára unglingar í Zollikerberg[8] (sem er Garðabær Zurichsýslunnar) eftir að hafa prófað hóstasaft með kódeini í bland við benzódíazepín (Xanax). Eins og fyrir Herra Hnetusmjör gerðu þeir sér væntanlega ekki grein fyrir hættunni enda „bara hóstasaft“. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: 1. https://www.who.int/publications/i/item/WHOMVPEMPIAU2019.06 2. ttps://wdr.unodc.org/wdr2019/en/depressants.html 3. https://wdr.unodc.org/wdr2020/field/WDR20_Booklet_2.pdf 4. https://wdr.unodc.org/wdr2020/en/exsum.html 5. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jcpt.13114 6. https://www.who.int/topics/substance_abuse/en/ 7. https://www.ruv.is/frett/2020/09/07/hugsi-yfir-tviskinnungi-i-heimsbarattunni-gegn-covid?fbclid=IwAR3ugcVaNkMLIXem4no67f_YL18kTK1cBuhHatAJUVsgHE8I2q5SC5ILxnU 8. https://www.watson.ch/amp/!327904670?fbclid=IwAR0L55JGB2K2gMv4HezttKHxRVhAj1lsKKlRWvik6d1cc8xpkQfClgm5fAU Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni deildi Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) sögu úr lífi sínu áður en hann varð edrú fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann prófað ópíóðan oxycodine. Herra Hnetusmjör lýsir því að þetta hafi virkað sem „bara pilla“. En þetta eru hættulegustu efnin á markaðnum eða „ógeðslega sterk“ eins og Herra Hnetusmjör orðar það. Ópíóðar og þá sérstaklega oxycodone hafa verið mikið í fréttum í tengslum Bandaríkín þar sem talað er um ópíóðafaraldur. Talið er að um 3.6 % fullorðinna Bandaríkjamanna hafi neytt ópíóða á síðasta ári en prósentan er um 1.2% á heimsvísu[3]. Hvað eru ópíóðar? Annars vegar nátturuleg ópíumskyld lyf eins og morfín og kódein eða tilbúnar afleiður af morfíni til dæmis heróín, fentanýl og oxycodone[2]. Ópíoðar hafa aðallega tvenns konar áhrif annars vegar minnka sársauka og eru ópíóðar á lista WHO yfir nauðsynleg lyf (e. essential [1] medicine) og hins vegar að virkja verðlaunastöðvar heilans og orsaka vellíðan[2]. Aukaáhrif ópíóða geta verið flökurleiki og meltingartruflanir og aukinn sársauki þ.e. þegar viðkomandi hættir notkun lyfjanna finnur hann meira fyrir sársauka en áður en notkun lyfjanna hófst[2]. Þegar einstaklingur er orðinn líkamlega háður lyfjunum og hættir skyndilega notkun þeirra geta fráhvarfseinkenni verið mjög skæð[2]. Herra Hnetusmjör talar um verstu fráhvarfseinkenni sem hann hafði upplifað. Til lengri tíma geta ópíóðar verið mjög vanabindandi. Hlutfall þeirra sem verða háðir lyfseðilsskyldum ópíóðum eykst. Þá er talið að um 2-6% þeirra sem ávísað er ópíóðum sem verkjalyfi þrói með sér lyfjafíkn[5]. Ennfremur er mikil aukning á misnotkun lyfseðilsskyldra ópíóða og notkun mjög sterkra ólöglegra ópíóða eins fentanýl sem er 50-100 sinnum sterkari en morfín[4][6]. Lyfin geta einnig valdið öndunarbælingu sem í nægilegu magni getur valdið dauða[2]. Þá talar WHO um sérstaklega hættulegt sé að neyta ópíóða með öðrum öndunarbælandi efnum eins og til dæmis benzódíazepín eða áfengi[6]. Á síðustu árum hefur ótímabærum dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað – nú á tímum COVID-19 hefur ólöglegt fentanýl oftar en ekki komið við sögu[4]. WHO hefur ráðlagt þjálfun í naloxone notkun og dreifingu til einstaklinga sem geta orðið vitni af ofskömmtun ópíóða. Naloxone getur bjargað lífum eftir ofskömmtun ef það er gefið á réttan hátt[6]. Aukin hætta af ópíóðum er ekki einskorðuð við Bandaríkin. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagði í nýlegu viðtali að 185 manns væru í meðferð við ópíóðafíkn á göngudeild á Vogi og hafi aldrei verið fleiri og að neyslan hafi aukist mikið á Íslandi síðustu ár[7]. Sagan Herra Hnetusmjör prófar ópíóða endaði vel. Það eru ekki allir þetta heppnir. Í ágúst á þessu ári létust tveir 15 ára unglingar í Zollikerberg[8] (sem er Garðabær Zurichsýslunnar) eftir að hafa prófað hóstasaft með kódeini í bland við benzódíazepín (Xanax). Eins og fyrir Herra Hnetusmjör gerðu þeir sér væntanlega ekki grein fyrir hættunni enda „bara hóstasaft“. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: 1. https://www.who.int/publications/i/item/WHOMVPEMPIAU2019.06 2. ttps://wdr.unodc.org/wdr2019/en/depressants.html 3. https://wdr.unodc.org/wdr2020/field/WDR20_Booklet_2.pdf 4. https://wdr.unodc.org/wdr2020/en/exsum.html 5. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jcpt.13114 6. https://www.who.int/topics/substance_abuse/en/ 7. https://www.ruv.is/frett/2020/09/07/hugsi-yfir-tviskinnungi-i-heimsbarattunni-gegn-covid?fbclid=IwAR3ugcVaNkMLIXem4no67f_YL18kTK1cBuhHatAJUVsgHE8I2q5SC5ILxnU 8. https://www.watson.ch/amp/!327904670?fbclid=IwAR0L55JGB2K2gMv4HezttKHxRVhAj1lsKKlRWvik6d1cc8xpkQfClgm5fAU
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar