Katrín Jak og Bjarni Ben - hér er tillaga Óli Valur Steindórsson og Sigmar Vilhjálmsson skrifa 11. nóvember 2020 11:00 Við erum atvinnurekendur með 177 starfsmenn á launaskrá og vinnum þeð sóttvarnarreglur í landinu sem heftir verulega alla möguleika til tekjuöflunar. Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum degi til að finna nýjar leiðir til að halda sínum rekstri gangandi og margir farið langt út fyrir boxið í þeim tilraunum. Eins og allir aðrir landsmenn, þá höfum við fylgt í hvívetna þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið og reynt að vinna með stöðuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Covid-19 er engum að kenna og þetta er ástand sem við stöndum öll frammi fyrir að þurfa kljást við tímabundið. En tímabundið er afstætt hugtak. Ævi húsflugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur en ævistarf húsflugunnar. Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er hryggstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins. Núna er að myndast mikið hættu ástand hjá millistéttinni og það virðast ekki vera neinar tillögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrirbyggja það. Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar. Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt þarf líka að vera uppá teningnum hjá ráðamönnum á svona stundum. Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað er ekki að virka, þá langar okkur að leggja fram eina tillögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum í sóttvarnaraðgerðum þjóðarinnar. Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur verður slegin á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtarlaust á þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir. Fyrirtækjum sem gert er að takmarka sína starfssemi og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu og greiðslugetu fá með þessu vaxtalausan greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyrirtækjum tækifæri á því að standa undir skuldbindingum sínum sem minnkar neikvæð margfeldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufresturinn er vaxtarlaus þar sem að ríkið hefur gríðarlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda er upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Uppgreiðsla á þessum greiðslufrest er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Takmarkanir sem settar væru á fyrirtæki þessu tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af hagnaði ofl. Með þessari tillögu þá er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar. Þetta mun spara gríðarlega fjármuni hjá hinu opinbera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma. Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítillra og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrirtæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaraðgerða munu fagna þessari tillögu. Gerum þetta saman! Yfir til ykkar Katrín Jak og Bjarni Ben Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Við erum atvinnurekendur með 177 starfsmenn á launaskrá og vinnum þeð sóttvarnarreglur í landinu sem heftir verulega alla möguleika til tekjuöflunar. Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum degi til að finna nýjar leiðir til að halda sínum rekstri gangandi og margir farið langt út fyrir boxið í þeim tilraunum. Eins og allir aðrir landsmenn, þá höfum við fylgt í hvívetna þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið og reynt að vinna með stöðuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Covid-19 er engum að kenna og þetta er ástand sem við stöndum öll frammi fyrir að þurfa kljást við tímabundið. En tímabundið er afstætt hugtak. Ævi húsflugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur en ævistarf húsflugunnar. Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er hryggstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins. Núna er að myndast mikið hættu ástand hjá millistéttinni og það virðast ekki vera neinar tillögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrirbyggja það. Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar. Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt þarf líka að vera uppá teningnum hjá ráðamönnum á svona stundum. Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað er ekki að virka, þá langar okkur að leggja fram eina tillögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum í sóttvarnaraðgerðum þjóðarinnar. Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur verður slegin á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtarlaust á þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir. Fyrirtækjum sem gert er að takmarka sína starfssemi og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu og greiðslugetu fá með þessu vaxtalausan greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyrirtækjum tækifæri á því að standa undir skuldbindingum sínum sem minnkar neikvæð margfeldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufresturinn er vaxtarlaus þar sem að ríkið hefur gríðarlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda er upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Uppgreiðsla á þessum greiðslufrest er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Takmarkanir sem settar væru á fyrirtæki þessu tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af hagnaði ofl. Með þessari tillögu þá er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar. Þetta mun spara gríðarlega fjármuni hjá hinu opinbera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma. Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítillra og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrirtæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaraðgerða munu fagna þessari tillögu. Gerum þetta saman! Yfir til ykkar Katrín Jak og Bjarni Ben Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar