Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2020 07:41 Þóra Kristín Jónsdóttir er í íslenska hópnum sem er á Krít og þarf að mæta sterku liði Slóvena án þess að hafa getað æft síðustu vikur fyrir ferðina. vísir/bára Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig. Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig.
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30
„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00