Dagný snoðaði sig fyrir landsleikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 10:30 Hárið verður ekki að flækjast fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur í landsleikjunum mikilvægu á næstunni. Instagram/@dagnybrynjars Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætti að vera aðeins léttari á fæti þegar hún hittir félaga sína í íslenska kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni út til að spila tvo síðustu leikina í undankeppni EM. Vinni íslenska liðið báða leikina þá ætti liðið að tryggja sér sæti á EM í Englandi. Instagram/@dagnybrynjars Dagný missti af síðasta verkefni vegna meiðsla sem var útileikur á móti Svíþjóð. Dagný Brynjarsdóttir nær vonandi að ná sér fyrir leikina á móti Slóvakíu og Ungverjalandi sem fara fram 26. nóvember og 1. desember. Dagný ákvað að skella í róttæka útlitsbreytingu fyrir leikina. Hún sagði frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði snoðað sig og sýndi líka myndir því til sönnunar. „Fólk sagði að ég myndi aldrei gera þetta og mamma mín leyfði mér það aldrei,“ skrifaði Dagný við myndina af sér á Instagram. Dagný Brynjarsdóttir er einn mikilvægasti og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins og var sárt saknað í leiknum á móti Svíum. Dagný hefur skorað 29 mörk í 90 A-landsleikjum þar af 5 mörk í 5 leikjum í þessari undankeppni EM. Dagný er í ellefta sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en hún er komin upp í þriðja sæti yfir þær markahæstu. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið. Fléttan sem fékk að fjúka.Instagram/@dagnybrynjars Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki, en Svíþjóð situr á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Liðin í efsta sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppni EM ásamt þeim þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur. Hinar sex þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um þrjú laus sæti á EM 2021. Svíþjóð er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og eru þessir leikir því mikilvægir íslenska liðinu í baráttunni um sæti á EM 2021. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Dagnýjar á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) EM 2021 í Englandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætti að vera aðeins léttari á fæti þegar hún hittir félaga sína í íslenska kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni út til að spila tvo síðustu leikina í undankeppni EM. Vinni íslenska liðið báða leikina þá ætti liðið að tryggja sér sæti á EM í Englandi. Instagram/@dagnybrynjars Dagný missti af síðasta verkefni vegna meiðsla sem var útileikur á móti Svíþjóð. Dagný Brynjarsdóttir nær vonandi að ná sér fyrir leikina á móti Slóvakíu og Ungverjalandi sem fara fram 26. nóvember og 1. desember. Dagný ákvað að skella í róttæka útlitsbreytingu fyrir leikina. Hún sagði frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði snoðað sig og sýndi líka myndir því til sönnunar. „Fólk sagði að ég myndi aldrei gera þetta og mamma mín leyfði mér það aldrei,“ skrifaði Dagný við myndina af sér á Instagram. Dagný Brynjarsdóttir er einn mikilvægasti og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins og var sárt saknað í leiknum á móti Svíum. Dagný hefur skorað 29 mörk í 90 A-landsleikjum þar af 5 mörk í 5 leikjum í þessari undankeppni EM. Dagný er í ellefta sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en hún er komin upp í þriðja sæti yfir þær markahæstu. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið. Fléttan sem fékk að fjúka.Instagram/@dagnybrynjars Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki, en Svíþjóð situr á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Liðin í efsta sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppni EM ásamt þeim þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur. Hinar sex þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um þrjú laus sæti á EM 2021. Svíþjóð er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og eru þessir leikir því mikilvægir íslenska liðinu í baráttunni um sæti á EM 2021. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Dagnýjar á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira