Eldklár Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 13:01 Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slökkvilið Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun