Hvað svo? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:00 Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun