Röð tilviljana leiddi Þröst óvart inn á heimabanka ókunnugrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 15:24 Þröstur lenti inn á heimabanka Ingu Steinu Sædísardóttur, ungrar konu frá Akureyri. Aðsend/Vilhelm Þröstur Þorsteinsson rak upp stór augu í sumar þegar hann hugðist skrá sig inn á heimabanka sinn en lenti, að því er virðist án vandkvæða, inn á heimabanka ókunnugrar konu. Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“ Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“
Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira