Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 20:20 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. VÍSIR/VILHELM Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Sjá meira
Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Sjá meira
Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26