Landsliðsþjálfarinn braut bein í hendinni þegar hann lamdi í nuddbekk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 07:31 Jón Þór Hauksson er kominn í gips eftir að hafa brotið bein í hendinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/vilhelm Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er kominn í gips eftir að hafa brotið bein í hendinni í leiknum gegn Slóvakíu í gær. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, braut bein í hendinni í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM í gær. Ísland vann 1-3 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gera þurfti hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar rafmagnið fór af vellinum. Liðin fóru því aftur inn til búningsherbergja og þar brotnaði Jón Þór. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net í gær. Hann var þá búinn að fá niðurstöðu úr myndatöku og á leiðinni í gips. Jón Þór segir að hann hafi ekki verið reiður þegar hann lamdi nuddbekkinn með þeim afleiðingum að beinið brotnaði. „Nei, þetta var ekki í reiðiskasti heldur var þetta eldmóður. Við vorum að byrja seinni hálfleikinn vel og ég var meira að leggja áherslu á að við héldum þeim krafti og orku sem við settum í byrjunina á seinni hálfleik og héldum því áfram,“ sagði Jón Þór og bætti við að hann ætlaði ekki að gera þetta að vana. „Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að ég ætlaði ekki að fara að brjóta bein í hvert skipti sem þyrfti að koma til baka en ef það var þetta sem þurfti þá var ég hæstánægður með það og fórna mér glaður í það. Nei nei, þetta er bara óheppilegt og kemur ekki fyrir aftur.“ Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Sigur fleytir íslenska liðinu væntanlega beint inn á EM en í versta falli fer það í umspil. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18 Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, braut bein í hendinni í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM í gær. Ísland vann 1-3 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gera þurfti hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar rafmagnið fór af vellinum. Liðin fóru því aftur inn til búningsherbergja og þar brotnaði Jón Þór. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net í gær. Hann var þá búinn að fá niðurstöðu úr myndatöku og á leiðinni í gips. Jón Þór segir að hann hafi ekki verið reiður þegar hann lamdi nuddbekkinn með þeim afleiðingum að beinið brotnaði. „Nei, þetta var ekki í reiðiskasti heldur var þetta eldmóður. Við vorum að byrja seinni hálfleikinn vel og ég var meira að leggja áherslu á að við héldum þeim krafti og orku sem við settum í byrjunina á seinni hálfleik og héldum því áfram,“ sagði Jón Þór og bætti við að hann ætlaði ekki að gera þetta að vana. „Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að ég ætlaði ekki að fara að brjóta bein í hvert skipti sem þyrfti að koma til baka en ef það var þetta sem þurfti þá var ég hæstánægður með það og fórna mér glaður í það. Nei nei, þetta er bara óheppilegt og kemur ekki fyrir aftur.“ Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Sigur fleytir íslenska liðinu væntanlega beint inn á EM en í versta falli fer það í umspil.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18 Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45
Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20
Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18
Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26