Sex með yfir tíu stig í fyrsta sinn í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 15:30 Ægir Þór Steinarsson breytti leiknum þegar hann kom inn á völlinn. Vísir/Bára Margir leikmenn voru að skila stigum á töfluna í sigri íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í gær. Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10). Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10).
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira