Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 20:39 Boris Johnson er að vonum ánægður með að bólusetningar séu að hefjast en hefur engu að síður hvatt tli þess að menn séu ekki of bjartsýnir um viðsnúning. epa/Neil Hall Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira