Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:03 Alma hefur sérstakar áhyggjur af ungum karlmönnum á aldrinum 18-25 ára sem spila póker og taka þátt í íþróttaveðmálum á netinu. getty/hirurg Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi. Afar lítið er til af rannsóknum um spilafíkn en rannsókn sem gerð var fyrir fimmtán árum sýnir að 62% sextán til átján ára nemenda í framhaldsskólum höfðu spilað peningaspil síðasta árið. Þá voru spilakassar vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál á netinu, íþróttveðmál og póker. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir allt benda til þess að hlutfallið sé mun hærra í dag, nýjar erlendar rannsóknir sýni að 91% krakka á þessum aldri hafi prófað fjárhættuspil „Og það sem kom á óvart er að meðalaldur ungmenna sem þróa með sér spilafíkn er 10 ára. Þau byrja 10 ára gömul að leggja undir peninga í fjárhættuspili.“ Alma segir Ísland á eftir varðandi rannsóknir á spilafíkn, meðferð við henni og forvarnir.vísir/egill Alma segist hafa verulegar áhyggjur af íþróttaveðmálum. „Þetta er svo gríðarlegar upphæðir sem ungir krakkar eru að tapa. Ég fæ á borð hjá mér stráka 21-23 ára sem eru búnir að takpa 5-15 milljónum.“ Engin sérhæfð meðferð fyrir spilafíkla Alma segir mörg dæmi um að fjölskyldur greiði skuldina, jafnvel í tví- eða þrígang, áður en stigið er niður fæti og sagt að viðkomandi þurfi að fá aðstoð við vanda sínum. En hún er ekki auðfengin. „Því miður eru nánast engin úrræði og virðist ekki vera um neinar sérhæfða spilafíklameðferð að ræða. Þar erum við aftur á eftir.“ Alma ber þó von um meðferðarúrræði, auknar forvarnir og fræðslu eftir að SÁÁ dróg sig út úr rekstrinum á spilakössum og eru því ekki báðum megin við borðið lengur. Það hafi verið flókið að vera í samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig fagnar hún aukinni umræðu. Það sé verið að tala um hlutina eins og þeir eru. „Það urðu ákveðin þáttaskil í okkar baráttu í þessum Kompásþætti þar sem þessir þrír einstaklingar stigu fram undir nafni og í mynd. Það segir okkur að skömmin er að minnka og vonandi getum við farið að kortleggja spilafíkn á Íslandi,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Afar lítið er til af rannsóknum um spilafíkn en rannsókn sem gerð var fyrir fimmtán árum sýnir að 62% sextán til átján ára nemenda í framhaldsskólum höfðu spilað peningaspil síðasta árið. Þá voru spilakassar vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál á netinu, íþróttveðmál og póker. Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir allt benda til þess að hlutfallið sé mun hærra í dag, nýjar erlendar rannsóknir sýni að 91% krakka á þessum aldri hafi prófað fjárhættuspil „Og það sem kom á óvart er að meðalaldur ungmenna sem þróa með sér spilafíkn er 10 ára. Þau byrja 10 ára gömul að leggja undir peninga í fjárhættuspili.“ Alma segir Ísland á eftir varðandi rannsóknir á spilafíkn, meðferð við henni og forvarnir.vísir/egill Alma segist hafa verulegar áhyggjur af íþróttaveðmálum. „Þetta er svo gríðarlegar upphæðir sem ungir krakkar eru að tapa. Ég fæ á borð hjá mér stráka 21-23 ára sem eru búnir að takpa 5-15 milljónum.“ Engin sérhæfð meðferð fyrir spilafíkla Alma segir mörg dæmi um að fjölskyldur greiði skuldina, jafnvel í tví- eða þrígang, áður en stigið er niður fæti og sagt að viðkomandi þurfi að fá aðstoð við vanda sínum. En hún er ekki auðfengin. „Því miður eru nánast engin úrræði og virðist ekki vera um neinar sérhæfða spilafíklameðferð að ræða. Þar erum við aftur á eftir.“ Alma ber þó von um meðferðarúrræði, auknar forvarnir og fræðslu eftir að SÁÁ dróg sig út úr rekstrinum á spilakössum og eru því ekki báðum megin við borðið lengur. Það hafi verið flókið að vera í samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig fagnar hún aukinni umræðu. Það sé verið að tala um hlutina eins og þeir eru. „Það urðu ákveðin þáttaskil í okkar baráttu í þessum Kompásþætti þar sem þessir þrír einstaklingar stigu fram undir nafni og í mynd. Það segir okkur að skömmin er að minnka og vonandi getum við farið að kortleggja spilafíkn á Íslandi,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. 2. desember 2020 20:31
Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01