Fjallið ætlar að berjast við atvinnuboxara í næsta mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson sést hér blóðugur eftir eina æfingu sína á dögunum. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson ætlar ekki bara að undirbúa sig fyrir bardagann á móti Eddie Hall með æfingum. Hann ætlar líka að berjast við atvinnuboxara í fyrsta mánuðinum á nýju ári. Boxbardaga Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Bretans Eddie Hall verður í Las Vegas í september og íslenski kraftakarlinn og fyrrum sterkasti maður heims hefur unnið markvisst af því að breyta sér úr aflraunamanni yfir í boxara á undanförnum mánuðum. Hafþór Júlíus hefur leyft fylgjendum sínum að sjá frá æfingum sínum og það leyni sér ekki að hann er í mikilli framför. Það er samt allt annað að æfa eða að keppa á móti reyndum boxara og Eddie Hall er reyndari en okkar maður. Hafthor Bjornsson vs. Steven Ward Exhibition on January 16 https://t.co/ZqUTa9ukIe pic.twitter.com/mz3rdJpr7Z— BoxingScene.com (@boxingscene) December 2, 2020 Hafþór fór því skrefinu lengra í undirbúningi sínum með því að leita uppi atvinnuboxara til að berjast við sig í hringnum. Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú tilkynnt um það að hann mun berjast við Steven Ward í næsta mánuði. Bardaginn mun fara fram í Reykjavík og hefur verið settur á 16. janúar næstkomandi. Steven Ward hefur viðurnefnið „Quiet Man“ eða „Þögli maðurinn“ sett yfir á íslensku. Steven Ward er frá Belfast á Norður-Írlandi og er fyrrum Evrópumeistari í léttvigt. Hann kom til greina fyrir valið á boxbardaga ársins 2019 þegar hann vann Liam Conroy í svakalegum bardaga í Ulster Hall í Belfast. Ward barðist síðast í september og vann þá sigur á Jone Volau í sínum fyrsta bardaga í léttþungavigt. Það verður athyglisvert að sjá Fjallið í þessum æfingabardaga en Hafþór Júlíus ætlar að senda hann út ókeypis á sínum miðlum og hefur því ekkert að fela þótt að bardaginn gæti endaði illa. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Hafþórs. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Tengdar fréttir „Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01 Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00 Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Boxbardaga Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Bretans Eddie Hall verður í Las Vegas í september og íslenski kraftakarlinn og fyrrum sterkasti maður heims hefur unnið markvisst af því að breyta sér úr aflraunamanni yfir í boxara á undanförnum mánuðum. Hafþór Júlíus hefur leyft fylgjendum sínum að sjá frá æfingum sínum og það leyni sér ekki að hann er í mikilli framför. Það er samt allt annað að æfa eða að keppa á móti reyndum boxara og Eddie Hall er reyndari en okkar maður. Hafthor Bjornsson vs. Steven Ward Exhibition on January 16 https://t.co/ZqUTa9ukIe pic.twitter.com/mz3rdJpr7Z— BoxingScene.com (@boxingscene) December 2, 2020 Hafþór fór því skrefinu lengra í undirbúningi sínum með því að leita uppi atvinnuboxara til að berjast við sig í hringnum. Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú tilkynnt um það að hann mun berjast við Steven Ward í næsta mánuði. Bardaginn mun fara fram í Reykjavík og hefur verið settur á 16. janúar næstkomandi. Steven Ward hefur viðurnefnið „Quiet Man“ eða „Þögli maðurinn“ sett yfir á íslensku. Steven Ward er frá Belfast á Norður-Írlandi og er fyrrum Evrópumeistari í léttvigt. Hann kom til greina fyrir valið á boxbardaga ársins 2019 þegar hann vann Liam Conroy í svakalegum bardaga í Ulster Hall í Belfast. Ward barðist síðast í september og vann þá sigur á Jone Volau í sínum fyrsta bardaga í léttþungavigt. Það verður athyglisvert að sjá Fjallið í þessum æfingabardaga en Hafþór Júlíus ætlar að senda hann út ókeypis á sínum miðlum og hefur því ekkert að fela þótt að bardaginn gæti endaði illa. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Hafþórs. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Tengdar fréttir „Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01 Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00 Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
„Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01
Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00
Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00