Vöðvaðir fætur Haaland vöktu mikið umtal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 08:16 Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum með liði Borussia Dortmund. Getty/Mario Hommes Erling Braut Haaland var að láta aðdáendur sína vita af því að hann væri ekki eins mikið meiddur og óttast var í fyrstu en myndin sem hann birti á samfélagsmiðlum fékk flesta til að gapa. Það vita það flestir sem hafa séð norska framherjann Erling Braut Haaland spila fótbolta að þar er á ferðinni mjög hraustur strákur. Hinn tvítugi Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Borussia Dortmund, bæði í þýsku deildinni sem og í Meistaradeildinni. Erling Haaland hefur skorað 33 mörk í fyrstu 32 leikjum sínum með þýska liðinu þar af átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Áhugi stóru félaga heimsins var mikill á meðan Erling Braut Haaland var hjá Red Bull Salzburg en hann hefur bara aukist eftir spilamennsku hans með Borussia Dortmund. Like you needed more proof that Erling Haaland is not your average 20-year-old https://t.co/1ORRLRRMIy— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2020 Það þýðir að fætur hans eru á góðri leið með að verða þeir verðmætustu í fótboltaheiminum enda verður strákurinn ekki þrítugur fyrr en árið 2030. Það ættu því að vera mörg frábær ár fram undan hjá honum. Mynd Erling Braut Haaland af þessum verðmætu og vöðvuðu fótum fékk marga til þess að gapa en myndina má sjá hér fyrir neðan. Fæturnir eru hreinlega að springa af vöðvum og það er því ekkert skrýtið að svaka sprettir og þrumuskot geri mótherjum hans jafnan lífið leitt. Óttast var í fyrstu að Erling Braut Haaland hefði spilað sinn síðasta leik á árinu 2020 eftir að hann meiddist í Meistaradeildarleik á móti Lazio á þriðjudagskvöldið en Haaland fullvissaði fylgjendur sína með færslunni að tognunin væri ekki eins slæm og óttast væri. „Talaði við læknana mína og kem fljótt til baka,“ skrifaði Erling Braut Haaland við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Sjá meira
Það vita það flestir sem hafa séð norska framherjann Erling Braut Haaland spila fótbolta að þar er á ferðinni mjög hraustur strákur. Hinn tvítugi Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Borussia Dortmund, bæði í þýsku deildinni sem og í Meistaradeildinni. Erling Haaland hefur skorað 33 mörk í fyrstu 32 leikjum sínum með þýska liðinu þar af átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Áhugi stóru félaga heimsins var mikill á meðan Erling Braut Haaland var hjá Red Bull Salzburg en hann hefur bara aukist eftir spilamennsku hans með Borussia Dortmund. Like you needed more proof that Erling Haaland is not your average 20-year-old https://t.co/1ORRLRRMIy— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2020 Það þýðir að fætur hans eru á góðri leið með að verða þeir verðmætustu í fótboltaheiminum enda verður strákurinn ekki þrítugur fyrr en árið 2030. Það ættu því að vera mörg frábær ár fram undan hjá honum. Mynd Erling Braut Haaland af þessum verðmætu og vöðvuðu fótum fékk marga til þess að gapa en myndina má sjá hér fyrir neðan. Fæturnir eru hreinlega að springa af vöðvum og það er því ekkert skrýtið að svaka sprettir og þrumuskot geri mótherjum hans jafnan lífið leitt. Óttast var í fyrstu að Erling Braut Haaland hefði spilað sinn síðasta leik á árinu 2020 eftir að hann meiddist í Meistaradeildarleik á móti Lazio á þriðjudagskvöldið en Haaland fullvissaði fylgjendur sína með færslunni að tognunin væri ekki eins slæm og óttast væri. „Talaði við læknana mína og kem fljótt til baka,“ skrifaði Erling Braut Haaland við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland)
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Sjá meira