„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. desember 2020 11:31 Brynjar er margfaldur Íslandsmeistari. STÖÐ 2 SPORT SKJÁSKOT Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira