Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2020 18:57 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði. ARNAR HALLDÓRSSON Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB héldu áfram í dag og talið er að mögulega sé þetta lokatilraun til að ná samningum fyrir lok árs. „Við fögnum þeirri staðreynd að við höfum náð árangri á mörgum sviðum. Engu að síður er enn verulegur ágreiningur um þrjú mikilvæg mál: jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar,“ sagði Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Staða Breta þröng Aðilar segjast sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. „Staða Breta er tiltölulega þröng því Evrópusambandið er ekkert sérstaklega æst í að semja því samningar við Breta geta orðið fyrirmynd fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Það veiki samningsstöðu Breta þó vilji sé beggja megin til að ná samningum. Gangi Bretar samningslausir úr sambandinu munu um samskipti Evrópusambandsins og Bretlands gilda reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar um alþjóðaviðskipti að sögn Guðmunds. „Þá koma tollar á vörur, það þýðir að verð á vöru muni hækka. Breskar vörur í Evrópu og Evrópskar vörur í Bretlandi verða minna samkeppnishæfar heldur en núna,“ sagði Guðmundur. Áfall fyrir Evrópusambandið Samningsleysi Breta verði áfall fyrir Evrópusambandið. „Af því að viðskiptin við Bretland eru mjög mikilvæg, t.d. fyrir Þjóðverja. Bílainnflutningur er mikill frá Þýskalandi til Bretlands. Alls konar matvara frá Frakklandi fer til Bretlands. Þetta mun draga úr viðskiptum. Það er það sem tollar gera, þeir hækka verð á vörum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir Brexit stærsta áfallið í viðskiptasögu Evrópu í langan tíma. Sagan segi okkur að líklegt sé að samningar náist. „Sagan segir að þeim tekst þetta yfirleitt þó það líti illa út en þetta hefur gengið mjög brösulega þannig það er aldrei að vita. Það verður til að byrja með algjör „kaos“og það veit enginn hvað gerist í Bretlandi. Aldrei hefur verið á þetta reynt.“ „Þetta getur orðið býsna skrautlegt ef trukkarnir hrúast upp á landamærunum og enginn veit hvernig hvernig gengur að afgreiða þá, þannig við sjáum til,“ sagði Guðmundur. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB héldu áfram í dag og talið er að mögulega sé þetta lokatilraun til að ná samningum fyrir lok árs. „Við fögnum þeirri staðreynd að við höfum náð árangri á mörgum sviðum. Engu að síður er enn verulegur ágreiningur um þrjú mikilvæg mál: jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar,“ sagði Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Staða Breta þröng Aðilar segjast sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. „Staða Breta er tiltölulega þröng því Evrópusambandið er ekkert sérstaklega æst í að semja því samningar við Breta geta orðið fyrirmynd fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Það veiki samningsstöðu Breta þó vilji sé beggja megin til að ná samningum. Gangi Bretar samningslausir úr sambandinu munu um samskipti Evrópusambandsins og Bretlands gilda reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar um alþjóðaviðskipti að sögn Guðmunds. „Þá koma tollar á vörur, það þýðir að verð á vöru muni hækka. Breskar vörur í Evrópu og Evrópskar vörur í Bretlandi verða minna samkeppnishæfar heldur en núna,“ sagði Guðmundur. Áfall fyrir Evrópusambandið Samningsleysi Breta verði áfall fyrir Evrópusambandið. „Af því að viðskiptin við Bretland eru mjög mikilvæg, t.d. fyrir Þjóðverja. Bílainnflutningur er mikill frá Þýskalandi til Bretlands. Alls konar matvara frá Frakklandi fer til Bretlands. Þetta mun draga úr viðskiptum. Það er það sem tollar gera, þeir hækka verð á vörum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir Brexit stærsta áfallið í viðskiptasögu Evrópu í langan tíma. Sagan segi okkur að líklegt sé að samningar náist. „Sagan segir að þeim tekst þetta yfirleitt þó það líti illa út en þetta hefur gengið mjög brösulega þannig það er aldrei að vita. Það verður til að byrja með algjör „kaos“og það veit enginn hvað gerist í Bretlandi. Aldrei hefur verið á þetta reynt.“ „Þetta getur orðið býsna skrautlegt ef trukkarnir hrúast upp á landamærunum og enginn veit hvernig hvernig gengur að afgreiða þá, þannig við sjáum til,“ sagði Guðmundur.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03
Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36