Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 11:30 Sir Alex á Cheltenham Festival fyrr á þessu ári en hann er mikill hestamaður. Max Mumby/Getty Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. Það má með sanni segja að Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður, séu ekki bestu mátar. Stuðningsmenn United rifjuðu það upp í gær. Það vakti ekki mikla kátínu meðal stuðningsmanna United í gær er Raiola kom fram í viðtali og sagði að tími Pogba hjá félaginu væri liðinn, degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United; gegn Leipzig í Meistaradeildini. Raiola sagði að Pogba væri óhamingjusamur í Manchester borg og að hann þyrfti að komast burt sem fyrst. Þetta sagði hann í samtali við miðilinn Tuttosport og vonaðist eftir að Pogba yrði seldur í janúar. Eflaust ekki það Ole Gunnar Solskjær vildi lesa degi fyrir mikilvægan leik gegn RB Leipzig https://t.co/nLUPQc0uXg— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 7, 2020 Raiola og stuðningsmenn Man. United hafa ekki verið bestu vinir frá komunni hans til félagsins og því rifjuðu stuðningsmenn United upp myndband af Sir Alex tala um Raiola. Sir Alex var spurður af hverju Pogba hafði ekki slegið í gegn er hann var á sínum yngri árum hjá United og sá skoski lá ekki á svörum sínum. „Paul Pogba? Hann er bara með lélegan umboðsmann, drulluhala,“ sagði Ferguson við mikil hlátrasköll í salnum. Sir Alex Ferguson on Mino Raiola in 2012: "Paul Pogba? He just had a bad agent, a sh*t bag." #MUFC pic.twitter.com/is6oVGOIJk— United Zone (@ManUnitedZone_) December 7, 2020 Pogba kom til Manchester United sextán ára gamall og var hjá félaginu þangað til hann varð nítján. Þá beið hann ekki lengur eftir fleiri tækifærum hjá United og fór til Juventus. Einungis fjórum árum síðar snéri hann svo aftur til Englands eftir að hafa unnið fjöldann allan af titlum á Ítalíu en endurkoman hefur, að margra mati, ekki verið eins góð og vonast var eftir. Pogba verður í eldlínunni í kvöld er United mætir Leipzig í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Það má með sanni segja að Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður, séu ekki bestu mátar. Stuðningsmenn United rifjuðu það upp í gær. Það vakti ekki mikla kátínu meðal stuðningsmanna United í gær er Raiola kom fram í viðtali og sagði að tími Pogba hjá félaginu væri liðinn, degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United; gegn Leipzig í Meistaradeildini. Raiola sagði að Pogba væri óhamingjusamur í Manchester borg og að hann þyrfti að komast burt sem fyrst. Þetta sagði hann í samtali við miðilinn Tuttosport og vonaðist eftir að Pogba yrði seldur í janúar. Eflaust ekki það Ole Gunnar Solskjær vildi lesa degi fyrir mikilvægan leik gegn RB Leipzig https://t.co/nLUPQc0uXg— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 7, 2020 Raiola og stuðningsmenn Man. United hafa ekki verið bestu vinir frá komunni hans til félagsins og því rifjuðu stuðningsmenn United upp myndband af Sir Alex tala um Raiola. Sir Alex var spurður af hverju Pogba hafði ekki slegið í gegn er hann var á sínum yngri árum hjá United og sá skoski lá ekki á svörum sínum. „Paul Pogba? Hann er bara með lélegan umboðsmann, drulluhala,“ sagði Ferguson við mikil hlátrasköll í salnum. Sir Alex Ferguson on Mino Raiola in 2012: "Paul Pogba? He just had a bad agent, a sh*t bag." #MUFC pic.twitter.com/is6oVGOIJk— United Zone (@ManUnitedZone_) December 7, 2020 Pogba kom til Manchester United sextán ára gamall og var hjá félaginu þangað til hann varð nítján. Þá beið hann ekki lengur eftir fleiri tækifærum hjá United og fór til Juventus. Einungis fjórum árum síðar snéri hann svo aftur til Englands eftir að hafa unnið fjöldann allan af titlum á Ítalíu en endurkoman hefur, að margra mati, ekki verið eins góð og vonast var eftir. Pogba verður í eldlínunni í kvöld er United mætir Leipzig í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira