Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 11:15 Ronald Reagan and Mikhail Gorbatjov áttu fund í Reykjavík 1986 líkt og frægt er. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. Douglas mun fara með hlutverk Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Waltz mun leika Mikhail Gorbatsjov, að því er miðillinn Deadline greinir frá. Ekki fylgir sögunni hvort tökur muni fara fram í Reykjavík en það verður forvitnilegt að sjá. Þáttaröðin mun byggja á bókinni Reagan í Reykjavík: 48 klukkustundir sem bundu enda á kalda stríðið, eftir Ken Adelman en Adelman gegndi embætti forstöðumanns vopnaeftirlitsins í Reagan-stjórninni. Adelman flutti fyrirlestur um bókina fyrir nokkrum árum þar sem Vigdís Finnbogadóttir kom meðal annars við sögu. Samkvæmt frétt Deadline hefst vinnsla þáttanna mjög fljótlega. Sjálfir munu Michael Douglas, Christoph Waltz og James Foley, auk Youtchi von Lintel fara með framleiðslu þáttanna. Þáttaröðin er sögð munu fela í sér „dramatíska frásögn af hinum sögulega leiðtogafundi“ Reagan og Gorbatsjov á Íslandi, fund sem fram fór fram yfir „helgi sem markaði vatnaskil í kalda stríðinu,“ líkt og það er orðað í frétt Deadline, þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli yfirmanns afvopnunar- og vopnaeftirlitsmála. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov.Getty „Skipulagður sem stuttur og fremur veigalítill fundur, hugsaður til að skipuleggja framtíðarviðræður, snérist fljótlega upp í umræður um meiriháttar alþjóða- og utanríkismál, meðal annars um stjörnustríðsáætlunina svokölluðu (e. Strategic Defense Initiative) og um möguleikann á gjöreyðingu kjarnorkuvopna,“ segir um leiðtogafundinn í frétt Deadline. „Samningaviðræðurnar lögðu grunninn að merkustu afvopnunarsamningum í sögunni ári síðar. Þetta var helgi sem breytti heiminum og þættirnir bjóða upp á heiðarlega nærmynd af Reagan á einum af sínum bestu augnablikum þar sem hann stóð frami fyrir áskorunum,“ segir ennfremur í fréttinni. Bíó og sjónvarp Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Ronald Reagan Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Douglas mun fara með hlutverk Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Waltz mun leika Mikhail Gorbatsjov, að því er miðillinn Deadline greinir frá. Ekki fylgir sögunni hvort tökur muni fara fram í Reykjavík en það verður forvitnilegt að sjá. Þáttaröðin mun byggja á bókinni Reagan í Reykjavík: 48 klukkustundir sem bundu enda á kalda stríðið, eftir Ken Adelman en Adelman gegndi embætti forstöðumanns vopnaeftirlitsins í Reagan-stjórninni. Adelman flutti fyrirlestur um bókina fyrir nokkrum árum þar sem Vigdís Finnbogadóttir kom meðal annars við sögu. Samkvæmt frétt Deadline hefst vinnsla þáttanna mjög fljótlega. Sjálfir munu Michael Douglas, Christoph Waltz og James Foley, auk Youtchi von Lintel fara með framleiðslu þáttanna. Þáttaröðin er sögð munu fela í sér „dramatíska frásögn af hinum sögulega leiðtogafundi“ Reagan og Gorbatsjov á Íslandi, fund sem fram fór fram yfir „helgi sem markaði vatnaskil í kalda stríðinu,“ líkt og það er orðað í frétt Deadline, þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli yfirmanns afvopnunar- og vopnaeftirlitsmála. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov.Getty „Skipulagður sem stuttur og fremur veigalítill fundur, hugsaður til að skipuleggja framtíðarviðræður, snérist fljótlega upp í umræður um meiriháttar alþjóða- og utanríkismál, meðal annars um stjörnustríðsáætlunina svokölluðu (e. Strategic Defense Initiative) og um möguleikann á gjöreyðingu kjarnorkuvopna,“ segir um leiðtogafundinn í frétt Deadline. „Samningaviðræðurnar lögðu grunninn að merkustu afvopnunarsamningum í sögunni ári síðar. Þetta var helgi sem breytti heiminum og þættirnir bjóða upp á heiðarlega nærmynd af Reagan á einum af sínum bestu augnablikum þar sem hann stóð frami fyrir áskorunum,“ segir ennfremur í fréttinni.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Ronald Reagan Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira