Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 09:36 FKA twigs. Getty/Frazer Harrison Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“ Hollywood Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“
Hollywood Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“