Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 10:41 Biden sagði í gær tíma til kominn að horfa fram á við en á Twitter mátti enn sjá Trump slá frá sér í biturð. epa/Jim Lo Scalzo Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent