Þetta sagði von der Leyen í morgun. Hún segir að sú leið myndi sýna fram á samstöðu meðal ríkjanna.
Von der Leyen nefndi ekki hvaða dag yrði um að ræða, en Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember.
Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið.
Bólusetningar með bóluefni Pfizer og BioNTech eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada.