Má ekki lengur segja móðir? Karl Gauti Hjaltason skrifar 17. desember 2020 17:00 Nokkur frumvörp hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem tengjast lögum um kynrænt sjálfræði. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er verið að hreinsa út úr ýmsum lögum orð eins og móðir, kona, karl, barn, kvæntur maður og gift kona, faðerni og móðerni, kvenmaður, eiginkona, eiginmaður, sambúðarkona og sambúðarmaður. Orðið móðir hreinsað út Í mörgum tilfellum er um tiltölulega saklausar breytingar að ræða, en í öðrum tilfellum hreint alls ekki. Sérstaklega fer illa á því að taka út orðið móðir í nokkrum greinum hegningarlaga, orð sem er rótgróið í vitund landsmanna. Í hegningarlögunum er orðið notað í hefðbundnum skilningi þess og haft um þá manneskju sem ber barn undir belti eða fæðir barn. Fórn Ekki verður séð að orðið móðir í skilningi hegningarlaga þurfi að hreinsa úr lögunum. Hvaða máli skiptir í því sambandi hvernig kynfæri manneskjunnar líta út? Eða hvaða kynskráningu sú manneskja sem ber barn undir belti kýs sér? Manneskjan er verðandi móðir ef hún ber barn undir belti og móðir þegar hún fæðir barn. Orðið móðir er fallegt og lýsandi íslenskt orð og óviðunandi ef því á að fórna fyrir öfgar. Krukkað í refsilög Til þess að skýra þetta nánar má í þessu sambandi líta til lagabreytingar á 192. gr. hegningarlaga sem leggur refsingu við því ef einhver rangfærir sönnun fyrir faðerni eða móðerni barns, t.d. með rangri skýrslu fyrir yfirvaldi. Þarna er verið að fella brott orðin faðerni og móðerni. Í stað þess er sett inn orðið foreldrastaða! Hér er um afkáralega breytingu að ræða. Orðið foreldrastaða kemur hér ekki í stað orðanna móðerni eða faðerni og afbakar refsiákvæðið og það verður markleysa. Engin sérfræðingur á sviði refsiréttar veitti umsögn um þessar breytingar á refsilögum. Er slíkt mál tækt til afgreiðslu á Alþingi? En það skiptir líklega engu máli, því tilgangurinn helgar meðalið. Öfgar í fyrirrúmi Eins og stundum áður er hér gengið allt of langt og má vel tala um öfga í því sambandi. Ákvæðið leggur refsingu við því að leggja stein í götu yfirvalda þegar þau grennslast fyrir um faðerni eða móðerni barns og þar hefur verið átt við líffræðilegan föður eða móður. Ef átt er við eitthvað annað en það, þá er búið að breyta algerlega um hugsun í ákvæðinu. Er þá ekki lengur átt við að leitast sé við að grennslast fyrir um blóðtengsl móður eða föður við barnið. Öfgar? Já, allir ættu að geta séð að hér eru á ferðinni glórulausir öfgar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Nokkur frumvörp hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem tengjast lögum um kynrænt sjálfræði. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er verið að hreinsa út úr ýmsum lögum orð eins og móðir, kona, karl, barn, kvæntur maður og gift kona, faðerni og móðerni, kvenmaður, eiginkona, eiginmaður, sambúðarkona og sambúðarmaður. Orðið móðir hreinsað út Í mörgum tilfellum er um tiltölulega saklausar breytingar að ræða, en í öðrum tilfellum hreint alls ekki. Sérstaklega fer illa á því að taka út orðið móðir í nokkrum greinum hegningarlaga, orð sem er rótgróið í vitund landsmanna. Í hegningarlögunum er orðið notað í hefðbundnum skilningi þess og haft um þá manneskju sem ber barn undir belti eða fæðir barn. Fórn Ekki verður séð að orðið móðir í skilningi hegningarlaga þurfi að hreinsa úr lögunum. Hvaða máli skiptir í því sambandi hvernig kynfæri manneskjunnar líta út? Eða hvaða kynskráningu sú manneskja sem ber barn undir belti kýs sér? Manneskjan er verðandi móðir ef hún ber barn undir belti og móðir þegar hún fæðir barn. Orðið móðir er fallegt og lýsandi íslenskt orð og óviðunandi ef því á að fórna fyrir öfgar. Krukkað í refsilög Til þess að skýra þetta nánar má í þessu sambandi líta til lagabreytingar á 192. gr. hegningarlaga sem leggur refsingu við því ef einhver rangfærir sönnun fyrir faðerni eða móðerni barns, t.d. með rangri skýrslu fyrir yfirvaldi. Þarna er verið að fella brott orðin faðerni og móðerni. Í stað þess er sett inn orðið foreldrastaða! Hér er um afkáralega breytingu að ræða. Orðið foreldrastaða kemur hér ekki í stað orðanna móðerni eða faðerni og afbakar refsiákvæðið og það verður markleysa. Engin sérfræðingur á sviði refsiréttar veitti umsögn um þessar breytingar á refsilögum. Er slíkt mál tækt til afgreiðslu á Alþingi? En það skiptir líklega engu máli, því tilgangurinn helgar meðalið. Öfgar í fyrirrúmi Eins og stundum áður er hér gengið allt of langt og má vel tala um öfga í því sambandi. Ákvæðið leggur refsingu við því að leggja stein í götu yfirvalda þegar þau grennslast fyrir um faðerni eða móðerni barns og þar hefur verið átt við líffræðilegan föður eða móður. Ef átt er við eitthvað annað en það, þá er búið að breyta algerlega um hugsun í ákvæðinu. Er þá ekki lengur átt við að leitast sé við að grennslast fyrir um blóðtengsl móður eða föður við barnið. Öfgar? Já, allir ættu að geta séð að hér eru á ferðinni glórulausir öfgar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun