Með hendur í skauti Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. desember 2020 14:31 Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok nóvember höfðu 3.919 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.540 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Það eru 2.379 fleiri nú en í fyrra eða 154% enda stendur yfir djúp atvinnukreppa og enga vinnu að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars á þessu ári. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót, og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu sex mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þetta fólk þarf þá að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð. Sú fjárhagsaðstoð er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Forgangur efnafólks Samfylkingin lagði til að tímabilið yrði lengt því engin von er um vinnu í atvinnukreppunni. Og ef stjórnvöld geri ekkert eigi fólkið enga möguleika aðra en að segja sig til sveitar og óska eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Stjórnarflokkarnir felldu tillögur okkar um þetta í tvígang rétt fyrir jólin. En stjórnarliðarnir samþykktu aftur á móti skattalækkun sem tekjuhæstu 10% landsmanna njóta helst. Það gerðu þau með því að breyta viðmiðum fyrir fjármagnstekjuskatt þannig að hann taki til vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hækka frítekjumarkið um 100%. Skattalækkunin fyrir þau tekjuhæstu kostar ríkissjóð meira en að lengja atvinnuleysistímabilið um 6 mánuði. Ef að líkum lætur verðum við öll bólusett fyrir kórónuveirunni eftir 6 mánuði og atvinnulífið vonandi farið að taka við sér. Að lengja tímabil atvinnuleysisbóta kostar ríkissjóð innan við milljarð króna en skiptir sköpum fyrir fólkið sem fengi aukinn rétt til atvinnuleysisbóta. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok nóvember höfðu 3.919 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.540 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Það eru 2.379 fleiri nú en í fyrra eða 154% enda stendur yfir djúp atvinnukreppa og enga vinnu að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars á þessu ári. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót, og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu sex mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þetta fólk þarf þá að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð. Sú fjárhagsaðstoð er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Forgangur efnafólks Samfylkingin lagði til að tímabilið yrði lengt því engin von er um vinnu í atvinnukreppunni. Og ef stjórnvöld geri ekkert eigi fólkið enga möguleika aðra en að segja sig til sveitar og óska eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Stjórnarflokkarnir felldu tillögur okkar um þetta í tvígang rétt fyrir jólin. En stjórnarliðarnir samþykktu aftur á móti skattalækkun sem tekjuhæstu 10% landsmanna njóta helst. Það gerðu þau með því að breyta viðmiðum fyrir fjármagnstekjuskatt þannig að hann taki til vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hækka frítekjumarkið um 100%. Skattalækkunin fyrir þau tekjuhæstu kostar ríkissjóð meira en að lengja atvinnuleysistímabilið um 6 mánuði. Ef að líkum lætur verðum við öll bólusett fyrir kórónuveirunni eftir 6 mánuði og atvinnulífið vonandi farið að taka við sér. Að lengja tímabil atvinnuleysisbóta kostar ríkissjóð innan við milljarð króna en skiptir sköpum fyrir fólkið sem fengi aukinn rétt til atvinnuleysisbóta. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun